Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Höskuldur Kári Schram skrifar 20. desember 2013 12:14 Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja borginni land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíborg flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Samþykkt Alþingis þarf til að framlengja þessari heimild en slík tillaga var ekki afgreidd á fundi fjárlaganefndar í gær. Þetta er á skjön við það samkomulag sem ríkisstjórnin gerði við borgaryfirvöld í október en samkvæmt því að á að loka minnstu flugbraut flugvallarins til að Reykjavíkurborg geti hafið uppbyggingu íbúðabyggðar í Skerjafirði. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vera ánægð með þessa niðurstöðu. „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís. Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að þessi ákvörðun komi á óvart. „Við erum að skoða hvað þetta þýðir ef þetta verður niðurstaðan,“ segir Björn. Hann gerir ráð fyrir því að borgin muni funda með innanríkisráðherra vegna málsins. „Það kemur okkur svolítið á óvart að menn skuli ekki standa við það sem talað var um,“ segir Björn. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja borginni land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíborg flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Samþykkt Alþingis þarf til að framlengja þessari heimild en slík tillaga var ekki afgreidd á fundi fjárlaganefndar í gær. Þetta er á skjön við það samkomulag sem ríkisstjórnin gerði við borgaryfirvöld í október en samkvæmt því að á að loka minnstu flugbraut flugvallarins til að Reykjavíkurborg geti hafið uppbyggingu íbúðabyggðar í Skerjafirði. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vera ánægð með þessa niðurstöðu. „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís. Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að þessi ákvörðun komi á óvart. „Við erum að skoða hvað þetta þýðir ef þetta verður niðurstaðan,“ segir Björn. Hann gerir ráð fyrir því að borgin muni funda með innanríkisráðherra vegna málsins. „Það kemur okkur svolítið á óvart að menn skuli ekki standa við það sem talað var um,“ segir Björn.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira