Lífið

Russel Brand og Jón Gnarr ræddu stjórnmál

Stefán Árni Pálsson skrifar
Russel Brand og Jón Gnarr.
Russel Brand og Jón Gnarr.
Grínistinn og leikarinn Russel Brand hélt uppistand í Eldborgarsal í Hörpu á mánudagskvöldið og var honum vel tekið. Eftir sýninguna hitti hann Jón Gnarr, borgarstjóra, og fór vel á með þeim.

„Hann var bara hinn hressasti en þeir áttu nánast tveggja tíma spjall um stöðu stjórnmála vítt og breitt,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður þingflokks Besta Flokksins og fyrrum aðstoðarkona borgarstjórans, í samtali við Vísi.

Brand gerði til að mynda töluvert grín að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra Íslands, í uppistandi sínu.

Russel Brand hefur verið að ferðast um heiminn með uppistand sitt sem ber nafnið Messiah Complex en ég hér að neðan má sjá uppistandið í heild sinni sem var tekið upp í London á þessu ári.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Russel Brand ásamt Heiðu Kristínu, Jóni Gnarr og Frosta Gnarr, fóstursyni borgarstjórans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×