Innlent

Aðeins tveir í farbanni

Lögreglan á Vestfjörðum hefur farið fram á að tveir mannana fimm sem voru handteknir á Ísafirði í gærmorgun, grunaðir um kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku á Ísafirði, verði settir í farbann.  Um hádegisbilið í dag úrskurðaði Héraðsdómur Vestfjarða, að kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum, þá báða í farbann til 17. febrúar.

Ekki þótt ástæða að fá farbann á hina þrjá mennina, en þeir sem eru í farbanni hafa réttarstöðu sakbornings í málinu.

Yfirheyrslur yfir mönnunum stóðu fram á nótt. Lögregla hefur aðeins heimild til að halda fólki í sólarhring án gæsluvarðhaldskröfu svo mönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Atvikið er talið hafa átt sér stað í húsi einu á Ísafirði.  Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar.Tilkynnt var um brotið á fimmta tímanum á aðfaranótt laugardags og voru mennirnir handteknir strax í kjölfarið. Ung kona var flutt til skoðunar á heilbrigðisstofnun Vestfjarða, þar sem hún fékk viðeigandi aðhlynningu. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur aðstoðað lögregluna á Vestfjörðum við rannsókn málsins.

Rannsókn málsins verður hraðað svo henni ljúki fyrir 17 febrúar, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.