Skaðinn af netárásinni á Vodafone varanlegur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. desember 2013 19:33 Það sem af er ári hafa þúsundir netárása verið gerðar á íslenskar heimasíður. Aðeins er tímaspursmál hvenær mikilvægir innviðir íslensks samfélags verða fyrir árás. Litla þekkingu þarf til að framkvæma árás af þessu tagi, aðeins tíma og þolinmæði. Eins og Vísir greindi frá í dag hafa þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er ári. Vefsíðurnar eru af öllum toga, þar á meðal eru heimasíður íslenskra endurskoðenda, lögmanna, Metróborgara, Frumherja, Samtakanna 78, heimasíður Gaua litla og Vífilfells. Á vefsíðunni Zone-H eru þessar árásir birtar. Þessir tölvurþjótar eru nær undantekningalaust að reyna að vekja athygli á sjálfum sér með árásunum — nauðsynlegur liður í þessu er að afskræma vefsíðurnar. Þetta er í raun stafrænt tagg. Jafnframt er þetta oft tilraun til að vekja athygli á öryggisbrestum í tölvukerfi viðkomandi fyrirtækja. Greiningarfyrirtækið KPMG hefur bent á að netvarnir margra af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins eru í molum. Þar á meðal er heilbrigðisgeirinn þar sem mikil hætta er talin á að tölvurþrjótar geti brotist inn og komist í viðkvæmum gögnum.Með því að fá viðkomandi einstakling til að samþykkja ákveðna beiðni fær tölvurþrjóturinn um leið aðgang að tölvu viðkomandi.MYND/DANÍELSjálft hakkið er ekki flókið fyrir þann sem þann sem hefur grunnþekkingu á forritun og tölvukerfum. Það þarf aðeins ókeypis hugbúnaðar sem hægt er að nálgast á netinu og forritið leiðir hakkarann í gegnum ferlið. Það sér nánast um vinnuna fyrir tölvuþrjótinn. Svavar Ingi, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa, og Helga, tölvunarfræðingur og áhugahakkari með meiru, sýndu okkur hvernig tölvuþrjóturinn fer að. „Á klukkutíma er ég búin að setja saman tölvu frá grunni sem er með rétta tólið til að plata fólk og ná stjórn á tölvum þeirra,“ segir Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Með því að fá einstakling til að samþykkja ákveðna beiðni, til dæmis uppfærslu á forriti, fær tölvuþrjóturinn aðgang að tölvu viðkomandi og getur í raun gert það sem honum sýnist.Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR.FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL„Það sem notandinn sér er melding eða skilaboð um að samþykkja ákveðna uppfærslu eða annað. Með þessu samþykki fæ ég aðgang að tölvunni. Við getum til dæmis tekið mynd með vefmyndavél tölvunnar.“ Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR, tilheyrir öflugum hópi tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Þau hafa fylgst náið með lekamálinu mikla sem kom upp um helgina þegar um viðkvæmum persónuupplýsingum var lekið eftir árás á vefkerfi Vodafone. „Þeir sem eru í kringum mig og eru í því að hakka og fylgjast með netöryggi voru í raun að búast við slíkri árás,“ segir Helga. Hún segir skaðann af tölvuárásinni á Vodafone varanlegan. „Þetta eru upplýsingar sem hægt er að nota til komast inn á aðra staði. Svo eru líka IP tölur þarna og það er hægt að misnota þær til að hreinlega brjótast inn hjá fólki.“Hægt er að lesa nánar um lekamálið mikla hér. Tengdar fréttir Engin persónuleg gögn tengd heimasíðu Læknavaktarinnar Á hakkarasíðunni Zone-H.org kemur fram að tvisvar hafi verið brotist inn á heimasíðu Læknavaktarinnar. Framkvæmdastjórinn segir engin persónuleg gögn tengd við síðuna. 5. desember 2013 16:45 Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum. 5. desember 2013 16:45 Kerfisfræðingur HSS kannast ekki við tölvuárás Vefsíða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) varð fyrir tölvuárás þann 16. janúar síðastliðinn. Hakkari skildi eftir sig tóma forsíðu, ef frá er talin undirskrift hans. 5. desember 2013 16:43 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Það sem af er ári hafa þúsundir netárása verið gerðar á íslenskar heimasíður. Aðeins er tímaspursmál hvenær mikilvægir innviðir íslensks samfélags verða fyrir árás. Litla þekkingu þarf til að framkvæma árás af þessu tagi, aðeins tíma og þolinmæði. Eins og Vísir greindi frá í dag hafa þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er ári. Vefsíðurnar eru af öllum toga, þar á meðal eru heimasíður íslenskra endurskoðenda, lögmanna, Metróborgara, Frumherja, Samtakanna 78, heimasíður Gaua litla og Vífilfells. Á vefsíðunni Zone-H eru þessar árásir birtar. Þessir tölvurþjótar eru nær undantekningalaust að reyna að vekja athygli á sjálfum sér með árásunum — nauðsynlegur liður í þessu er að afskræma vefsíðurnar. Þetta er í raun stafrænt tagg. Jafnframt er þetta oft tilraun til að vekja athygli á öryggisbrestum í tölvukerfi viðkomandi fyrirtækja. Greiningarfyrirtækið KPMG hefur bent á að netvarnir margra af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins eru í molum. Þar á meðal er heilbrigðisgeirinn þar sem mikil hætta er talin á að tölvurþrjótar geti brotist inn og komist í viðkvæmum gögnum.Með því að fá viðkomandi einstakling til að samþykkja ákveðna beiðni fær tölvurþrjóturinn um leið aðgang að tölvu viðkomandi.MYND/DANÍELSjálft hakkið er ekki flókið fyrir þann sem þann sem hefur grunnþekkingu á forritun og tölvukerfum. Það þarf aðeins ókeypis hugbúnaðar sem hægt er að nálgast á netinu og forritið leiðir hakkarann í gegnum ferlið. Það sér nánast um vinnuna fyrir tölvuþrjótinn. Svavar Ingi, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa, og Helga, tölvunarfræðingur og áhugahakkari með meiru, sýndu okkur hvernig tölvuþrjóturinn fer að. „Á klukkutíma er ég búin að setja saman tölvu frá grunni sem er með rétta tólið til að plata fólk og ná stjórn á tölvum þeirra,“ segir Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Með því að fá einstakling til að samþykkja ákveðna beiðni, til dæmis uppfærslu á forriti, fær tölvuþrjóturinn aðgang að tölvu viðkomandi og getur í raun gert það sem honum sýnist.Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR.FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL„Það sem notandinn sér er melding eða skilaboð um að samþykkja ákveðna uppfærslu eða annað. Með þessu samþykki fæ ég aðgang að tölvunni. Við getum til dæmis tekið mynd með vefmyndavél tölvunnar.“ Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR, tilheyrir öflugum hópi tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Þau hafa fylgst náið með lekamálinu mikla sem kom upp um helgina þegar um viðkvæmum persónuupplýsingum var lekið eftir árás á vefkerfi Vodafone. „Þeir sem eru í kringum mig og eru í því að hakka og fylgjast með netöryggi voru í raun að búast við slíkri árás,“ segir Helga. Hún segir skaðann af tölvuárásinni á Vodafone varanlegan. „Þetta eru upplýsingar sem hægt er að nota til komast inn á aðra staði. Svo eru líka IP tölur þarna og það er hægt að misnota þær til að hreinlega brjótast inn hjá fólki.“Hægt er að lesa nánar um lekamálið mikla hér.
Tengdar fréttir Engin persónuleg gögn tengd heimasíðu Læknavaktarinnar Á hakkarasíðunni Zone-H.org kemur fram að tvisvar hafi verið brotist inn á heimasíðu Læknavaktarinnar. Framkvæmdastjórinn segir engin persónuleg gögn tengd við síðuna. 5. desember 2013 16:45 Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum. 5. desember 2013 16:45 Kerfisfræðingur HSS kannast ekki við tölvuárás Vefsíða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) varð fyrir tölvuárás þann 16. janúar síðastliðinn. Hakkari skildi eftir sig tóma forsíðu, ef frá er talin undirskrift hans. 5. desember 2013 16:43 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Engin persónuleg gögn tengd heimasíðu Læknavaktarinnar Á hakkarasíðunni Zone-H.org kemur fram að tvisvar hafi verið brotist inn á heimasíðu Læknavaktarinnar. Framkvæmdastjórinn segir engin persónuleg gögn tengd við síðuna. 5. desember 2013 16:45
Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum. 5. desember 2013 16:45
Kerfisfræðingur HSS kannast ekki við tölvuárás Vefsíða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) varð fyrir tölvuárás þann 16. janúar síðastliðinn. Hakkari skildi eftir sig tóma forsíðu, ef frá er talin undirskrift hans. 5. desember 2013 16:43