Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Kristján Hjálmarsson skrifar 5. desember 2013 16:45 Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira