Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Kristján Hjálmarsson skrifar 5. desember 2013 16:45 Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira