Innlent

Óttast ekki að staðnum verði lokað

Crystal er eini starfandi kampavínsklúbburinn í Reykjavík.
Crystal er eini starfandi kampavínsklúbburinn í Reykjavík.
Eigandi kampavínsklúbbsins Crystal segir lögreglu hafa rannsakað starfsemi staðarins um nokkurt skeið. Hann óttast ekki að staðnum verði lokað. 

Þrír kampavínsklúbbar hafa verið starfræktir í Reykjavík síðustu misseri. Tveimur þeirra hefur nú verið lokað, Strawberries og VIP Club,  en eftir stendur staðurinn Crystal í Ármúla.

Crystal hefur verið starfræktur síðan í Maí, og hefur lögregla fylgst grannt með starfseminni allar götur síðan. Eigandi staðarins, Haraldur Jóhann Þórðarsson,  segir lögreglu hafa komið hátt í tuttugu sinnum á Crystal síðustu vikur. Hann tekur fyrir að þar sé gert út á nekt kvenna, en það brýtur í bága við lög.

Kampavínsglösin á Crystal kosta á bilinu 6.000 - 300.000. Kaupi menn dýrari flöskurnar stendur þeim til boða að fara afsíðis með stúlkunum. Aðspurður sagði Haraldur viðskiptavinina mestmegnis vera erlenda ferðamenn.

Haraldur telur ólíklegt að Crystal verði lokað þrátt fyrir að tveimur öðrum kampavínsklúbbum hafi nú verið lokað með stuttu millibili. Hann segir kampavínsklúbbana eiga lítið sameiginlegt fyrir utan sölu kampavíns.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.