Spila Sjostakovich í mótmælaskyni Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2013 13:46 Víkingur Heiðar segir uppsagnirnar lamandi fréttir fyrir menningarlífið á Íslandi. Gríðarlegur hiti er vegna uppsagnanna á RÚV og má meðal annars greina hann í athugasemdum við undirskriftasöfnun þar sem uppsögnunum er mótmælt.Fjöregg þjóðarinnar Undirskriftirnar, þar sem uppsögnum á RÚV er mótmælt, eru komnar yfir 3000 og þar gefst þeim sem skrifa undir kostur á að gera nánar grein fyrir afstöðu sinni: „Ég vil ekki búa í menningarsnauðu landi!!!!!!!!!“ skrifar Rósa Guðrún Sveinsdóttir. Einar Rafn Guðbrandsson skrifar: „RÚV er hornsteinninn í menningu okkar og menningin er eina forsendan fyrir sjálfstæði okkar!“ Og Hallur Hinriksson segir: „RÚV er eini miðillinn sem varðveitir íslenska menningu.“ Þá líst Maríu Hrönn Gunnarsdóttur ekki á blikuna: „RÚV er fjöregg þjóðarinnar.“ Og þannig má lengi telja. Fólk sparar hvergi stóru orðin og tjá sig um mikilvægi stofunarinnar.Eyrun skorin afDagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur segir: „Rás eitt hefur verið mér vinur, kennari og sambýlingur áratugum saman. Ég vil ekki að ráðist sé svona á hana!“ Auður Jónsdóttir rithöfundur er á svipuðu róli: „Með þessu móti er verið að ræna þjóðina og valda samfélaginu ómældum skaða.“ Hallgrímur Helgason rithöfundur segir á þessum sama vettvangi: „Nú erum við farin að skera af okkur eyrun...“ Kristján Guy Burgess, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra er alvarlegur í bragði þegar hann ritar: „Ríkisstjórnin sendir sextíu millistéttarfjölskyldur út á gaddinn rétt fyrir jól. Hef mikla samúð með góðu samstarfsfólki frá gamalli tíð. Þetta hefði ekki þurft að vera svona. Þorgrímur Gestsson er formaður hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins og hann segir: „Ríkisútvarpið, hið íslenska almannaútvarp, hefur lögbundnu hlutverki að gegna og ljóst er að verði af þessum niðurskurði getur það engan veginn uppfyllt það hlutverk.“Harmþrungið verk Sjostakovich Menningar- og magasínþátturinn Víðsjá á Rás 1 fellir niður hefðbundna dagskrá í dag. Þorgerður E. Sigurðardóttir „útvarpstýpa“, eins og hún titlar sig, tilkynnir um þetta á Facebooksíðu sinni: „Í útsendingartíma Víðsjár í dag verður send út fimmta sinfónía Sjostakovich í flutningi SInfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Tónmeistari er Bjarni Rúnar Bjarnason og hljóðmeistari Egill Jóhannsson.“ Víst er að klassíska geiranum lýst ekki á blikuna og það má sjá á orðum Víkings Heiðars Ólafssonar píanista þar sem hann gerir grein fyrir undirskrift sinni við mótmælum vegna uppsagnanna: „Það er auðséð að RÚV verður ekki svipur hjá sjón eftir þennan dag. Skalinn á þessum uppsögnum er hrikalegur. Þetta eru lamandi fréttir fyrir menningarlífið á Íslandi.“Afmælishátíð Rásar 2 í uppnámi Margrét Blöndal útvarpskona var í viðtali í sjónvarpsþættinum Kastljósi í gærkvöldi, hjá Sigmari Guðmundssyni, og kynnti þar viðamikla afmælisdagskrá Rásar 2. Hún hefst á morgun og til stendur að blása til mikils fagnaðar með gömlum fyrrum starfsmönnum Rásar 2. Hætt er við að fréttir dagsins, er varða uppsagnirnar, munu slá á fögnuðinn. Magnús Einarsson, dagskrárstjóri útvarps, sagðist ekkert geta tjáð sig um gang mála í morgun, þegar Vísir falaðist eftir viðtali við hann. Svo er reyndar um fjölmarga starfsmenn Rásar 2 og ljóst er að uppsagnirnar leggjast þungt á starfsmenn, sem og vini og velunnara stofnunarinnar. Tengdar fréttir Sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn RÚV Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, segir að andrúmsloftið á RÚV sé lamað eftir að tilkynnt var um uppsagnirnar í morgun. 27. nóvember 2013 12:58 Margrét Erla Maack fær uppsagnarbréf Sannkölluðu jarðarfararstemmning ríkir nú í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Straumur fólks er upp á 5. hæð þar sem starfsmenn taka á móti uppsagnarbréfi. 27. nóvember 2013 11:30 Adolf Ingi meðal þeirra sem sagt er upp Ríkisútvarpið hefur boðað til mikilla uppsagna og eru starfsmenn boðaðir einn og einn í senn uppá 5. hæð til að taka á móti uppsagnarbréfi sínu. 27. nóvember 2013 10:09 Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. 27. nóvember 2013 08:48 Linda Blöndal og Jóhannes Kr. fara Enn bætist í hóp þeirra sem sagt hefur verið upp á Ríkisútvarpinu. Undirskriftasöfnun þar sem uppsögnum er mótmælt hefur verið stofnuð. 27. nóvember 2013 10:48 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Gríðarlegur hiti er vegna uppsagnanna á RÚV og má meðal annars greina hann í athugasemdum við undirskriftasöfnun þar sem uppsögnunum er mótmælt.Fjöregg þjóðarinnar Undirskriftirnar, þar sem uppsögnum á RÚV er mótmælt, eru komnar yfir 3000 og þar gefst þeim sem skrifa undir kostur á að gera nánar grein fyrir afstöðu sinni: „Ég vil ekki búa í menningarsnauðu landi!!!!!!!!!“ skrifar Rósa Guðrún Sveinsdóttir. Einar Rafn Guðbrandsson skrifar: „RÚV er hornsteinninn í menningu okkar og menningin er eina forsendan fyrir sjálfstæði okkar!“ Og Hallur Hinriksson segir: „RÚV er eini miðillinn sem varðveitir íslenska menningu.“ Þá líst Maríu Hrönn Gunnarsdóttur ekki á blikuna: „RÚV er fjöregg þjóðarinnar.“ Og þannig má lengi telja. Fólk sparar hvergi stóru orðin og tjá sig um mikilvægi stofunarinnar.Eyrun skorin afDagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur segir: „Rás eitt hefur verið mér vinur, kennari og sambýlingur áratugum saman. Ég vil ekki að ráðist sé svona á hana!“ Auður Jónsdóttir rithöfundur er á svipuðu róli: „Með þessu móti er verið að ræna þjóðina og valda samfélaginu ómældum skaða.“ Hallgrímur Helgason rithöfundur segir á þessum sama vettvangi: „Nú erum við farin að skera af okkur eyrun...“ Kristján Guy Burgess, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra er alvarlegur í bragði þegar hann ritar: „Ríkisstjórnin sendir sextíu millistéttarfjölskyldur út á gaddinn rétt fyrir jól. Hef mikla samúð með góðu samstarfsfólki frá gamalli tíð. Þetta hefði ekki þurft að vera svona. Þorgrímur Gestsson er formaður hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins og hann segir: „Ríkisútvarpið, hið íslenska almannaútvarp, hefur lögbundnu hlutverki að gegna og ljóst er að verði af þessum niðurskurði getur það engan veginn uppfyllt það hlutverk.“Harmþrungið verk Sjostakovich Menningar- og magasínþátturinn Víðsjá á Rás 1 fellir niður hefðbundna dagskrá í dag. Þorgerður E. Sigurðardóttir „útvarpstýpa“, eins og hún titlar sig, tilkynnir um þetta á Facebooksíðu sinni: „Í útsendingartíma Víðsjár í dag verður send út fimmta sinfónía Sjostakovich í flutningi SInfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Tónmeistari er Bjarni Rúnar Bjarnason og hljóðmeistari Egill Jóhannsson.“ Víst er að klassíska geiranum lýst ekki á blikuna og það má sjá á orðum Víkings Heiðars Ólafssonar píanista þar sem hann gerir grein fyrir undirskrift sinni við mótmælum vegna uppsagnanna: „Það er auðséð að RÚV verður ekki svipur hjá sjón eftir þennan dag. Skalinn á þessum uppsögnum er hrikalegur. Þetta eru lamandi fréttir fyrir menningarlífið á Íslandi.“Afmælishátíð Rásar 2 í uppnámi Margrét Blöndal útvarpskona var í viðtali í sjónvarpsþættinum Kastljósi í gærkvöldi, hjá Sigmari Guðmundssyni, og kynnti þar viðamikla afmælisdagskrá Rásar 2. Hún hefst á morgun og til stendur að blása til mikils fagnaðar með gömlum fyrrum starfsmönnum Rásar 2. Hætt er við að fréttir dagsins, er varða uppsagnirnar, munu slá á fögnuðinn. Magnús Einarsson, dagskrárstjóri útvarps, sagðist ekkert geta tjáð sig um gang mála í morgun, þegar Vísir falaðist eftir viðtali við hann. Svo er reyndar um fjölmarga starfsmenn Rásar 2 og ljóst er að uppsagnirnar leggjast þungt á starfsmenn, sem og vini og velunnara stofnunarinnar.
Tengdar fréttir Sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn RÚV Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, segir að andrúmsloftið á RÚV sé lamað eftir að tilkynnt var um uppsagnirnar í morgun. 27. nóvember 2013 12:58 Margrét Erla Maack fær uppsagnarbréf Sannkölluðu jarðarfararstemmning ríkir nú í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Straumur fólks er upp á 5. hæð þar sem starfsmenn taka á móti uppsagnarbréfi. 27. nóvember 2013 11:30 Adolf Ingi meðal þeirra sem sagt er upp Ríkisútvarpið hefur boðað til mikilla uppsagna og eru starfsmenn boðaðir einn og einn í senn uppá 5. hæð til að taka á móti uppsagnarbréfi sínu. 27. nóvember 2013 10:09 Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. 27. nóvember 2013 08:48 Linda Blöndal og Jóhannes Kr. fara Enn bætist í hóp þeirra sem sagt hefur verið upp á Ríkisútvarpinu. Undirskriftasöfnun þar sem uppsögnum er mótmælt hefur verið stofnuð. 27. nóvember 2013 10:48 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn RÚV Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, segir að andrúmsloftið á RÚV sé lamað eftir að tilkynnt var um uppsagnirnar í morgun. 27. nóvember 2013 12:58
Margrét Erla Maack fær uppsagnarbréf Sannkölluðu jarðarfararstemmning ríkir nú í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Straumur fólks er upp á 5. hæð þar sem starfsmenn taka á móti uppsagnarbréfi. 27. nóvember 2013 11:30
Adolf Ingi meðal þeirra sem sagt er upp Ríkisútvarpið hefur boðað til mikilla uppsagna og eru starfsmenn boðaðir einn og einn í senn uppá 5. hæð til að taka á móti uppsagnarbréfi sínu. 27. nóvember 2013 10:09
Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. 27. nóvember 2013 08:48
Linda Blöndal og Jóhannes Kr. fara Enn bætist í hóp þeirra sem sagt hefur verið upp á Ríkisútvarpinu. Undirskriftasöfnun þar sem uppsögnum er mótmælt hefur verið stofnuð. 27. nóvember 2013 10:48