„RÚV á ekki að vera allt fyrir alla alltaf“ Boði Logason skrifar 27. nóvember 2013 15:25 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira