„RÚV á ekki að vera allt fyrir alla alltaf“ Boði Logason skrifar 27. nóvember 2013 15:25 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis. Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira