Búist við vægari dómi í ljósi samstarfsvilja Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2013 11:50 Stúlkurnar voru gripnar á flugvellinum í Prag með eiturlyf í fórum sínum. Mynd/Samsett Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þær segjast hafa átt að fá eina milljón króna fyrir smyglið. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. Hann sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að saksóknari og verjandi hafi flutt lokaræður sínar og síðan hafi dómari gert hlé til klukkan tólf að íslenskum tíma. Fljótlega eftir það megi búast við dómsuppkvaðningu.Tékkneski fréttamiðillinn 5plús2 fjallaði um mál stúlknanna í gær. Þar er haft eftir þeim við réttarhöldin að þeim hafi verið boðin ein milljón króna fyrir að smygla eiturlyfjunum og að þær hafi komist í samband við smyglarana í gegnum samskiptamiðla í júlí í fyrra. Í upphafi var hugmyndin sú að þær myndu smygla eiturlyfjum innvortis frá Suður Ameríku til Panama en ekkert varð af því af einhverjum sökum. Þær fóru þó í ferðina í september og ferðuðust um England til Spánar og þaðan til Lima, höfuðborgar Perú. Þar komust þær í samband við skipuleggjendurna sem sagðir eru hafa verið frá Bandaríkjunum, Íslandi og Danmörku. Nú kom í ljós að ekki stóð til að smygla eiturlyfjunum innvortis heldur var um að ræða þrjú kíló af kókaíni sem vandlega var búið að fela í ferðatöskum. Eiturlyfin fengu þær í suðurhluta Brasilíu og flugu þær síðan frá Saó Paolo til Prag með millilendingu í Munchen í Þýskalandi. Þýskir tollverðir komust á snoðir um eiturlyfin og létu tollverði í Tékklandi vita, og þar voru þær handteknar og hafa verið í gæsluvarðhaldi í rétt ár. Þá segir ennfremur að við rannsókn málsins hafi tékkneska lögreglan notið aðstoðar kollega sinna hér á landi og í Danmörku. Nokkrum dögum eftir að þær voru handteknar handtók danska fíkniefnalögreglan síðan íslenskan mann sem sagður er tengjast málinu og er nefndur Óli í frétt tékkneska miðilsins. Miðað við magn efnanna gætu stúlkurnar átt yfir höfði sér átta til tólf ára fangelsi en í ljósi þess að þær hafa sýnst samstarfsvilja við rannsókn málsins er búist við því að dómurinn verði töluvert vægari en það. Tengdar fréttir Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. 13. nóvember 2013 07:34 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þær segjast hafa átt að fá eina milljón króna fyrir smyglið. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. Hann sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að saksóknari og verjandi hafi flutt lokaræður sínar og síðan hafi dómari gert hlé til klukkan tólf að íslenskum tíma. Fljótlega eftir það megi búast við dómsuppkvaðningu.Tékkneski fréttamiðillinn 5plús2 fjallaði um mál stúlknanna í gær. Þar er haft eftir þeim við réttarhöldin að þeim hafi verið boðin ein milljón króna fyrir að smygla eiturlyfjunum og að þær hafi komist í samband við smyglarana í gegnum samskiptamiðla í júlí í fyrra. Í upphafi var hugmyndin sú að þær myndu smygla eiturlyfjum innvortis frá Suður Ameríku til Panama en ekkert varð af því af einhverjum sökum. Þær fóru þó í ferðina í september og ferðuðust um England til Spánar og þaðan til Lima, höfuðborgar Perú. Þar komust þær í samband við skipuleggjendurna sem sagðir eru hafa verið frá Bandaríkjunum, Íslandi og Danmörku. Nú kom í ljós að ekki stóð til að smygla eiturlyfjunum innvortis heldur var um að ræða þrjú kíló af kókaíni sem vandlega var búið að fela í ferðatöskum. Eiturlyfin fengu þær í suðurhluta Brasilíu og flugu þær síðan frá Saó Paolo til Prag með millilendingu í Munchen í Þýskalandi. Þýskir tollverðir komust á snoðir um eiturlyfin og létu tollverði í Tékklandi vita, og þar voru þær handteknar og hafa verið í gæsluvarðhaldi í rétt ár. Þá segir ennfremur að við rannsókn málsins hafi tékkneska lögreglan notið aðstoðar kollega sinna hér á landi og í Danmörku. Nokkrum dögum eftir að þær voru handteknar handtók danska fíkniefnalögreglan síðan íslenskan mann sem sagður er tengjast málinu og er nefndur Óli í frétt tékkneska miðilsins. Miðað við magn efnanna gætu stúlkurnar átt yfir höfði sér átta til tólf ára fangelsi en í ljósi þess að þær hafa sýnst samstarfsvilja við rannsókn málsins er búist við því að dómurinn verði töluvert vægari en það.
Tengdar fréttir Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. 13. nóvember 2013 07:34 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. 13. nóvember 2013 07:34