Búist við vægari dómi í ljósi samstarfsvilja Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2013 11:50 Stúlkurnar voru gripnar á flugvellinum í Prag með eiturlyf í fórum sínum. Mynd/Samsett Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þær segjast hafa átt að fá eina milljón króna fyrir smyglið. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. Hann sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að saksóknari og verjandi hafi flutt lokaræður sínar og síðan hafi dómari gert hlé til klukkan tólf að íslenskum tíma. Fljótlega eftir það megi búast við dómsuppkvaðningu.Tékkneski fréttamiðillinn 5plús2 fjallaði um mál stúlknanna í gær. Þar er haft eftir þeim við réttarhöldin að þeim hafi verið boðin ein milljón króna fyrir að smygla eiturlyfjunum og að þær hafi komist í samband við smyglarana í gegnum samskiptamiðla í júlí í fyrra. Í upphafi var hugmyndin sú að þær myndu smygla eiturlyfjum innvortis frá Suður Ameríku til Panama en ekkert varð af því af einhverjum sökum. Þær fóru þó í ferðina í september og ferðuðust um England til Spánar og þaðan til Lima, höfuðborgar Perú. Þar komust þær í samband við skipuleggjendurna sem sagðir eru hafa verið frá Bandaríkjunum, Íslandi og Danmörku. Nú kom í ljós að ekki stóð til að smygla eiturlyfjunum innvortis heldur var um að ræða þrjú kíló af kókaíni sem vandlega var búið að fela í ferðatöskum. Eiturlyfin fengu þær í suðurhluta Brasilíu og flugu þær síðan frá Saó Paolo til Prag með millilendingu í Munchen í Þýskalandi. Þýskir tollverðir komust á snoðir um eiturlyfin og létu tollverði í Tékklandi vita, og þar voru þær handteknar og hafa verið í gæsluvarðhaldi í rétt ár. Þá segir ennfremur að við rannsókn málsins hafi tékkneska lögreglan notið aðstoðar kollega sinna hér á landi og í Danmörku. Nokkrum dögum eftir að þær voru handteknar handtók danska fíkniefnalögreglan síðan íslenskan mann sem sagður er tengjast málinu og er nefndur Óli í frétt tékkneska miðilsins. Miðað við magn efnanna gætu stúlkurnar átt yfir höfði sér átta til tólf ára fangelsi en í ljósi þess að þær hafa sýnst samstarfsvilja við rannsókn málsins er búist við því að dómurinn verði töluvert vægari en það. Tengdar fréttir Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. 13. nóvember 2013 07:34 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þær segjast hafa átt að fá eina milljón króna fyrir smyglið. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. Hann sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að saksóknari og verjandi hafi flutt lokaræður sínar og síðan hafi dómari gert hlé til klukkan tólf að íslenskum tíma. Fljótlega eftir það megi búast við dómsuppkvaðningu.Tékkneski fréttamiðillinn 5plús2 fjallaði um mál stúlknanna í gær. Þar er haft eftir þeim við réttarhöldin að þeim hafi verið boðin ein milljón króna fyrir að smygla eiturlyfjunum og að þær hafi komist í samband við smyglarana í gegnum samskiptamiðla í júlí í fyrra. Í upphafi var hugmyndin sú að þær myndu smygla eiturlyfjum innvortis frá Suður Ameríku til Panama en ekkert varð af því af einhverjum sökum. Þær fóru þó í ferðina í september og ferðuðust um England til Spánar og þaðan til Lima, höfuðborgar Perú. Þar komust þær í samband við skipuleggjendurna sem sagðir eru hafa verið frá Bandaríkjunum, Íslandi og Danmörku. Nú kom í ljós að ekki stóð til að smygla eiturlyfjunum innvortis heldur var um að ræða þrjú kíló af kókaíni sem vandlega var búið að fela í ferðatöskum. Eiturlyfin fengu þær í suðurhluta Brasilíu og flugu þær síðan frá Saó Paolo til Prag með millilendingu í Munchen í Þýskalandi. Þýskir tollverðir komust á snoðir um eiturlyfin og létu tollverði í Tékklandi vita, og þar voru þær handteknar og hafa verið í gæsluvarðhaldi í rétt ár. Þá segir ennfremur að við rannsókn málsins hafi tékkneska lögreglan notið aðstoðar kollega sinna hér á landi og í Danmörku. Nokkrum dögum eftir að þær voru handteknar handtók danska fíkniefnalögreglan síðan íslenskan mann sem sagður er tengjast málinu og er nefndur Óli í frétt tékkneska miðilsins. Miðað við magn efnanna gætu stúlkurnar átt yfir höfði sér átta til tólf ára fangelsi en í ljósi þess að þær hafa sýnst samstarfsvilja við rannsókn málsins er búist við því að dómurinn verði töluvert vægari en það.
Tengdar fréttir Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. 13. nóvember 2013 07:34 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar. 13. nóvember 2013 07:34