Innlent

Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stúlkurnar voru handteknar á flugvellinum í Prag í nóvember í fyrra. Á myndunum til hægri má sjá hvernig kókaínið var falið í ferðatöskunum.
Stúlkurnar voru handteknar á flugvellinum í Prag í nóvember í fyrra. Á myndunum til hægri má sjá hvernig kókaínið var falið í ferðatöskunum. Mynd/Vísir
Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar.

Hann sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að aðalmeðferð í málinu hafi staðið yfir allan daginn í gær og að dómarinn hafi sagst ætla að ljúka málinu í dag. Hann segist þó ekki vita klukkan hvað dómur fellur, fyrst eigi saksóknari og verjandi eftir að flytja lokaræður sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×