Innlent

Um 100 tonn af grjóti hrundu í Hálsanefshelli

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hálsanefshellir í Reynisfjöru. Eins og sjá má hrundi talsvert í hellinum í gærnótt eða í morgun.
Hálsanefshellir í Reynisfjöru. Eins og sjá má hrundi talsvert í hellinum í gærnótt eða í morgun. Mynd/Grétar Einarsson
Talsvert hrun varð í Hálsanefshelli í nótt eða í morgun. Hellirinn er vinsæll meðal ferðamanna en hann er í Reynisfjöru. Að sögn Grétars Einarssonar leiðsögumanns hrundi talsvert í hellinum og líklega um 100 tonn af grjóti.

Mildi þykir að enginn hafi verið í hellinum þegar grjótið hrundi. Um stuðlaberg er að ræða og heimsækir fjöldi ferðamanna hellinn á ári hverju.

„Ég hef ekki séð svona mikið hrun í kringum þennan helli áður. Það hefur fallið eitt og eitt grjót í gegnum tíðina en ekkert í líkingu við þetta,“ sagði Grétar í samtali við Vísi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort grjótið verður fjarlægt en búast má við ákvörðun um það eftir helgi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.