Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Skarfabakki í Sundahöfn er 450 metra langur viðlegukantur en í Finnafirði verður ekki byrjað fyrir minna en 1,6 kílómetra. Athafnasvæðið yrði um þúsund hektarar. Fréttablaðið/gva Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira