Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Skarfabakki í Sundahöfn er 450 metra langur viðlegukantur en í Finnafirði verður ekki byrjað fyrir minna en 1,6 kílómetra. Athafnasvæðið yrði um þúsund hektarar. Fréttablaðið/gva Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira