Mikið inngrip að loka Kolgrafafirði Svavar Hávarðsson skrifar 22. október 2013 07:00 Í tvígang drapst gríðarlegt magn af síld inn á Kolgrafafirði. Mynd/Bjarni Sigurbjörnsson Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“ Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Það er tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði til að koma í veg fyrir síldargöngur inn í fjörðinn, en slík framkvæmd er hins vegar það mikið inngrip sem slík hún þyrfti að öllum líkindum að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er drápust um 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í fyrravetur. Bæjarráð Grundarfjarðar skoraði á dögunum á Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, að leyfa lokun Kolgrafafjarðar án tafar vegna hættu á frekari síldardauða í firðinum. Ef þetta er tæknilega mögulegt vill bæjarráð að kannað verði hversu langan tíma Vegagerðin þarf til framkvæmda sem nægja til að halda síld utan brúar. Viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í firðinum verður kynnt ráðherra allra næstu daga. Síld veiðist nú rétt utan brúar í firðinum og háhyrningar sjást innan brúar, sem sterklega bendir til þess að síldin sé tekin að ganga undir hana. Jón Helgason, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, segir að þegar sé í gangi yfirgripsmikilar mælingar í firðinum til að kanna hvort vegfyllingin hafi áhrif og hvort einhver lausn geti verið að byggja aðra brú, til dæmis. Hins vegar taki tíma að lesa úr gögnunum og það hilli ekki undir slíkt. Hvort mögulegt sé að loka firðinum, eins og heimamenn vilja, segir Jón að slíkt sé mjög erfitt. „Við gætum hugsanlega lokað fyrst með massafyllingu eða grjóti. Síðan gætu menn velt fyrir sér framhaldinu. Það er hins vegar ljóst að ef þú lokar firðinum þá þarf að skoða það frá sjónarmiði umhverfisins. Miðað við þau áhrif sem þetta hefði þyrfti þetta í umhverfismat, en það yrði vart umflúið nema til kæmi einhver neyðarréttur sem yrði virkjaður.“ Í september í fyrra óskaði ráðherra eftir því að Umhverfisstofnun gerði viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er stefnt að því að senda tillögur að slíkri áætlun til ráðuneytisins bráðlega - jafnvel í dag. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, vill lítið sýna á spilin áður en áætlunin verður kynnt ráðherra. „Það yrði væntanlega að keyra síldina eitthvað í burtu og áætlunin gengur út á hvernig hægt er að standa að slíku máli,“ segir Helgi inntur eftir því hvort hægt sé að urða meira af síld í Kolgrafafirði. „Það eru engar töflalausnir til.“
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent