Sóknargjöld nýs trúfélags til heilbrigðismála Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. október 2013 15:47 Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira