Sóknargjöld nýs trúfélags til heilbrigðismála Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. október 2013 15:47 Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira