Innlent

Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hér má sjá ráðherrana með myndina sem einhver keypti fyrir 900 þúsund krónur.
Hér má sjá ráðherrana með myndina sem einhver keypti fyrir 900 þúsund krónur.
Hæsta boð í myndina af bleiku fóstbræðrunum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra var 900 þúsund. Boðið kom frá ónafngreindum aðila.

Ljósmyndina tók Ari Magg af þeim félögum þar sem þeir sitja sem Captain Kirk og Mr. Spock sem margir þekkja úr Star Trek.

„Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“

Sandra segir aðstandendur átaksins vera mjög ánægða með þetta og þessar góðu viðtökur sem þau fengu. Helsta verkefnið sé þó að vekja athygli á bleiku slaufunni sem er tákn brjóstakrabbameins í konum.

„Við eigum eftir að taka saman sölutölur eftir helgina, en ég held að mér sé óhætt að segja að það hafi að minnsta kosti 48 þúsund slaufur selst,“ segir Sanda.

Hún minnir á að október sé ekki búinn og enn verði hægt að styrkja verkefnið, til dæmis með því að kaupa slaufur.

„Við nýtum það sem eftir er af mánuðinum til þess að stunda fræðslu og forvarnir með áherslu á krabbamein í konum,“ segir hún.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×