Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Stígur Helgason skrifar 14. október 2013 14:30 Páll Heimisson ásamt verjanda sínum, Guðrúnu Sesselju Arnardóttur, við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. mars síðastliðinn. Fréttablaðið/GVA Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs og kaupa sér með því vörur og utanlandsferðir fyrir alls rúmar nítján milljónir króna. Níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Sem starfsmaður íhaldshópsins hafði Páll aðsetur í Valhöll. Kreditkortið var á nafni Sjálfstæðisflokksins, og er Páli gert að endurgreiða flokknum milljónirnar nítján. Páll var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í dag, enda er hann búsettur í Rúmeníu þar sem hann stundar nám. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur honum vegna málsins 18. desember í fyrra og við fyrirtöku málsins í byrjun mars neitaði hann sök. Aðalmeðferð málsins fór fram 20. september síðastliðin.Fréttablaðið fjallaði um ákæruna í desember. Úr henni mátti lesa að Páll hefði notað kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðast um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá hafi hann farið til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Þá hafi tólf af milljónunum nítján verið teknar út úr hraðbanka sem reiðufé. Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Páls, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs og kaupa sér með því vörur og utanlandsferðir fyrir alls rúmar nítján milljónir króna. Níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Sem starfsmaður íhaldshópsins hafði Páll aðsetur í Valhöll. Kreditkortið var á nafni Sjálfstæðisflokksins, og er Páli gert að endurgreiða flokknum milljónirnar nítján. Páll var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í dag, enda er hann búsettur í Rúmeníu þar sem hann stundar nám. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur honum vegna málsins 18. desember í fyrra og við fyrirtöku málsins í byrjun mars neitaði hann sök. Aðalmeðferð málsins fór fram 20. september síðastliðin.Fréttablaðið fjallaði um ákæruna í desember. Úr henni mátti lesa að Páll hefði notað kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðast um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá hafi hann farið til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Þá hafi tólf af milljónunum nítján verið teknar út úr hraðbanka sem reiðufé. Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Páls, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira