„Ætli Lars fái sér ekki tvö til þrjú rauðvínsglös“ Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 15. október 2013 22:19 Aron Einar var eitt bros í kvöld. Mynd/Vilhelm „Gunni Gylfa var klár með símann í sambandi við mann sem var að lýsa þessu. Við vissum að það væru þrjátíu sekúndur eftir. Þetta var eiginlega komið en við samt biðum. Fótbolti er óútreiknanlegur.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var í skýjunum í leikslok. „Þetta er ólýsanlegt. Við gerðum allt sem við þurftum að gera. Leikurinn var ekki vel spilaður af okkar hálfu en samt vel gert taktísklega séð,“ sagði Aron Einar. Hann segir tíðindin frá Sviss hafa hjálpað liðinu. „Við heyrðum fögnuðinn í áhorfendum og vissum að Sviss hafði skorað. Það er eins og það hafi komið einhver ró yfir mannskapinn eftir það og við fórum að spila boltanum,“ sagði Akureyringurinn. Hann lýsti þeim sekúndum þar sem íslensku leikmennirnir biðu eftir staðfestum úrslitum í Bern. „Gunni Gylfa var klár með símann í sambandi við mann sem var að lýsa þessu. Við vissum að það væru þrjátíu sekúndur eftir. Þetta var eiginlega komið en við samt biðum. Fótbolti er óútreiknanlegur.“ Stuðningurinn í Ósló var ótrúlegur og fyrirliðinn tók undir það. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á útivelli með íslenska landsliðinu. Þetta var æðislegt og við þökkum öllum fyrir að borga fúlgur fjár til þess að koma hingað og styðja við okkur. Vissulega búa einhvejrir hérna en það voru margir sem flugu út. Við þurftum á þeim að halda í þessum leik og þeir hjálpuðu okkur.“ Aron Einar vildi ekki meina að draumur hefði orðið að veruleika. Markmiðið var skýrt. „Við erum náttúrlega klikkaðir egóistar. Við höfum alltaf haft markmið og trú á sjálfum okkur. Það hefur skilað okkur þangað sem við erum komnir.“ En ætli leikmennirnir fái grænt ljós á fagnaðarlæti í kvöld? „Ætli Lars fái sér ekki tvö til þrjú rauðvínsglös og taki það rólega,“ sagði Aron Einar en upplýsti ekkert um plön leikmanna. Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira
„Gunni Gylfa var klár með símann í sambandi við mann sem var að lýsa þessu. Við vissum að það væru þrjátíu sekúndur eftir. Þetta var eiginlega komið en við samt biðum. Fótbolti er óútreiknanlegur.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var í skýjunum í leikslok. „Þetta er ólýsanlegt. Við gerðum allt sem við þurftum að gera. Leikurinn var ekki vel spilaður af okkar hálfu en samt vel gert taktísklega séð,“ sagði Aron Einar. Hann segir tíðindin frá Sviss hafa hjálpað liðinu. „Við heyrðum fögnuðinn í áhorfendum og vissum að Sviss hafði skorað. Það er eins og það hafi komið einhver ró yfir mannskapinn eftir það og við fórum að spila boltanum,“ sagði Akureyringurinn. Hann lýsti þeim sekúndum þar sem íslensku leikmennirnir biðu eftir staðfestum úrslitum í Bern. „Gunni Gylfa var klár með símann í sambandi við mann sem var að lýsa þessu. Við vissum að það væru þrjátíu sekúndur eftir. Þetta var eiginlega komið en við samt biðum. Fótbolti er óútreiknanlegur.“ Stuðningurinn í Ósló var ótrúlegur og fyrirliðinn tók undir það. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á útivelli með íslenska landsliðinu. Þetta var æðislegt og við þökkum öllum fyrir að borga fúlgur fjár til þess að koma hingað og styðja við okkur. Vissulega búa einhvejrir hérna en það voru margir sem flugu út. Við þurftum á þeim að halda í þessum leik og þeir hjálpuðu okkur.“ Aron Einar vildi ekki meina að draumur hefði orðið að veruleika. Markmiðið var skýrt. „Við erum náttúrlega klikkaðir egóistar. Við höfum alltaf haft markmið og trú á sjálfum okkur. Það hefur skilað okkur þangað sem við erum komnir.“ En ætli leikmennirnir fái grænt ljós á fagnaðarlæti í kvöld? „Ætli Lars fái sér ekki tvö til þrjú rauðvínsglös og taki það rólega,“ sagði Aron Einar en upplýsti ekkert um plön leikmanna.
Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira