Erfitt að verða við séróskum foreldra 17. október 2013 19:10 Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira