Erfitt að verða við séróskum foreldra 17. október 2013 19:10 Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“ Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira