Sænska jólagetin er komin upp við Ikea en geitin er rúmlega sex metra há og prýdd mörg þúsund ljósum, sem lýsa upp skammdegið í aðdraganda jólanna, að því er segir í tilkynningu.
Strágetin tilheyrir sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle er borið fram sem Jevle og er bær í Svíþjóð. Geitin þar í bæ er sú frægasta sen hún hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörum að bráð.
Tvisvar hefur verið kveikt í getinni hér á landi, og í eitt skipti hefur hún fokið.
Jólageitin mætt til leiks
