Innlent

Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Leikararnir Christian Bale og Liam Neeson að leika í Batman-mynd á Svínafellsjökli. Hollywood-myndir hafa stóraukið frægð íslensku skriðjöklanna á undanförnum árum.
Leikararnir Christian Bale og Liam Neeson að leika í Batman-mynd á Svínafellsjökli. Hollywood-myndir hafa stóraukið frægð íslensku skriðjöklanna á undanförnum árum.
Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 

Þótt komið sé langt fram á haust má enn sjá bílamergð á bílastæðinu við þjóðgarðsmiðstöðina í Öræfum. Nú í septembermánuði mældu teljarar um þrjátíu þúsund gesti og í byrjun október eru enn að koma um 400 manns á dag.

Gunnar Atli Hafsteinsson, fjallaleiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, sem gera út á jöklaferðir úr Skaftafelli, segir í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg aukning hafi orðið, sérstaklega á jaðartímanum. Fleira fólk komi á vorin og einnig fram eftir hausti og hefur fyrirtækið því ákveðið að bjóða upp á jöklaferðir úr Skaftafelli í allan vetur. Segist Gunnar Atli bjartsýnn um að nóg verði að gera í vetur. Nánar á myndskeiði hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×