Björt framtíð vill „Broskarl“ á matsölustaði Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. október 2013 13:00 Broskarlar gætu orðið áberandi á matsölustöðum ef tillaga Bjartar framtíðar nær fram að ganga. Mynd/Valgarður Þingmenn Bjartar framtíðar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um upptöku á gæðamerkinu „Broskarlinn“ hjá fyrirtækjum sem selja matvæli. Markmiðið er að upplýsa neytendur betur um ástand veitingastaða og annarra staða sem selja matvæli. Broskarlakerfið var tekið upp í Danmörku árið 2001 og felur í sér að gera eftirlistsskýrslur heilbrigðisfulltrúa opinberar og gera neytendur betur upplýsta um ástand fyrirtækja sem selja matvæli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, segir að broskarlakerfið verðlauni þau fyrirtæki sem standa sig vel. „Þeir veitingastaðir og allir aðilar sem selja matvæli eru verðlaunaðir fyrir að standa sig vel með þessu kerfi og fá broskarl. Neytendur sjá þá að þessi matsölustaður er í góðu lagi. Þeir matsölustaðir sem eru með eitthvað í ólagi fá fýldari karl,“ segir Guðmundur. Fari svo að tillagan nái fram að ganga má búast við að broskörlum verði fundinn áberandi staður á matsölustöðum. „Tilgangurinn með þessu kerfi er neytendavernd og aukið aðhald á matsölustaði. Það þurfa allir að hlíta eftirliti en nú fá neytendur að sjá hverjir eru að standa sig. Þetta kerfi var tekið upp í Danmörku og gefið mjög góða raun.“ Íslendingar eiga langt í land með að búa við viðunandi neytendavernd að mati Guðmundar. „Við boðum fleiri mál af þessu tagi. Brynhildur Pétursdóttir starfaði áður hjá Neytendasamtökunum áður en hún kom á þing og er vel inni í þessum málaflokki. Hljómgrunnur í öðrum flokkum í garð þessarar tillögu hefur verið góður. Siv Friðleifsdóttir lagði fram þessa tillögu fyrir nokkrum árum. Þetta er framfara mál sem nýtur víðtæks stuðnings.“ Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Þingmenn Bjartar framtíðar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um upptöku á gæðamerkinu „Broskarlinn“ hjá fyrirtækjum sem selja matvæli. Markmiðið er að upplýsa neytendur betur um ástand veitingastaða og annarra staða sem selja matvæli. Broskarlakerfið var tekið upp í Danmörku árið 2001 og felur í sér að gera eftirlistsskýrslur heilbrigðisfulltrúa opinberar og gera neytendur betur upplýsta um ástand fyrirtækja sem selja matvæli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, segir að broskarlakerfið verðlauni þau fyrirtæki sem standa sig vel. „Þeir veitingastaðir og allir aðilar sem selja matvæli eru verðlaunaðir fyrir að standa sig vel með þessu kerfi og fá broskarl. Neytendur sjá þá að þessi matsölustaður er í góðu lagi. Þeir matsölustaðir sem eru með eitthvað í ólagi fá fýldari karl,“ segir Guðmundur. Fari svo að tillagan nái fram að ganga má búast við að broskörlum verði fundinn áberandi staður á matsölustöðum. „Tilgangurinn með þessu kerfi er neytendavernd og aukið aðhald á matsölustaði. Það þurfa allir að hlíta eftirliti en nú fá neytendur að sjá hverjir eru að standa sig. Þetta kerfi var tekið upp í Danmörku og gefið mjög góða raun.“ Íslendingar eiga langt í land með að búa við viðunandi neytendavernd að mati Guðmundar. „Við boðum fleiri mál af þessu tagi. Brynhildur Pétursdóttir starfaði áður hjá Neytendasamtökunum áður en hún kom á þing og er vel inni í þessum málaflokki. Hljómgrunnur í öðrum flokkum í garð þessarar tillögu hefur verið góður. Siv Friðleifsdóttir lagði fram þessa tillögu fyrir nokkrum árum. Þetta er framfara mál sem nýtur víðtæks stuðnings.“
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira