Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. október 2013 18:47 Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira