Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2013 12:58 Frá tökum myndarinnar en til hægri getur að líta þá Kristinn Hrafnsson og Julian Assange. Wikileaks hefur lekið handriti óútkominnar myndar um WikiLeaks, The Fifth Estate og með fylgir yfirlýsing um að myndin hafi ekkert með raunveruleikann að gera. Þar er talað um að myndin sé óábyrg, hún einkennist af niðurrifsstarfsemi og sé stórskaðleg. Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, telur ástæðulaust að gera lítið úr því hugsanlegri skaðasemi myndarinnar.Ábyrðarlaust að fara svo frjálslega með „Auðvitað er ekki hægt að amast við því þó Hollywood geri sínar útgáfur af sögunni. En það hefur verið gagnrýnt þegar draumaverksmiðjan fer frjálslega með eins og til dæmis Ziro Dark Thirty sem fjallar um morðið á Bin Laden. En í þessu dæmi er þetta töluvert alvarlega þar sem þarna er um beinar staðreyndafalsanir að ræða um eitthvað sem snertir hagsmuni einstaklinga í nútímanum. Höfum það í huga að þessi mynd er að fara í almenna dreifingu í næsta mánuði á sama tíma og Chelsea Manning er í áfrýjunarferli og er að leita eftir náðun eftir sinn fáránlega dóm. Á sama tíma eru Julian Assange, og fleiri sem tengjast WikiLeaks, undir einni umfangsmestu sakarannsókn síðari tíma sem farið hefur af stað í Bandaríkjunum. Þar sem allra leiða er leita til að koma höggi á samtökin og einstaklinga sem tengjast þeim. Þannig að þetta tengist einstaklingum sem nú eru í býsna hörðum slag. Þannig að ábyrgð þeirra sem framleiða mynd af þessum toga er nokkur,“ segir Kristinn.Á sér enga stoð í raunveruleikanum En, það sem ekki er síður ámælisvert, að mati Kristins, er að þarna eru atriði sem gefa í skyn að samtökin hafi sett þúsundir manna í bráða lífshættu. „Í fáránlegu plotti sem ofið er inn í söguþráð myndarinnar, og á sér enga stoð í veruleikanum. Fyrst og fremst af þeim sökum er þetta mjög alvarlegt að okkar áliti og ábyrgðarlaust að gera tilraun til að móta almenningsálitið með þessum hætti.“Hvernig komust þið yfir handritið?„Handritinu af þessari mynd hefur verið lekið til okkar í nokkrum útgáfum gegnum vinnslustigið. Þetta sem við vorum að birta núna í síðustu viku er það nýjasta, frá þeim tíma þegar upptökur voru farnar af stað þannig að það gefur væntanlega nokkuð raunsanna mynd af því hvernig útkoman verður. Að vísu hafa DreamWorks, Spielberg og Disney neitað að láta okkur hafa eintak af myndinni til skoðunnar. Þeir sem hafa séð hana og hafa getað borið hana saman við handritið segja handritið gefa nokkuð góða mynd af því hvernig útkoman verður.“Feginn að vera ekki í myndinni Það er kvikmyndafyrirtækið The DreamWorks film sem framleiðir myndina en til stendur að frumsýna hana 18. október en hin miðlæga persóna er Julian Assange sem Benedict Cumberbatch leikur. Assange hefur áður talað um að "The Fifth Estate" sé áróðursmynd og dragi upp neikvæða mynd af sér og WikiLeaks. Og hún fari rangt með í veigamiklum atriðum, allt frá því hvernig staðið hefur verið að upplýsingum um mikilvæg skjöl allt til þess að hann liti á sér hárið. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og í myndinni koma fyrir íslenskar persónur. Birgitta Jónsdóttir þingmaður er nefnd 51 sinnum í handriti en Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, aldrei. „Ég er dauðfeginn því að vera ekki í þessari mynd. Ekki síst í ljósi þess að hún er byggð á tveimur sögum, skrifuð af manni sem ýtt var út úr samtökunum um mitt ár 2010 og hafði lítt gott um Julian Assange og samtökin að segja. Maður er dauðfeginn því að vera ekki ofinn þarna inní.“Kjánahrollur vegna atriðis Egils Þá hefur komið fram að Egill Helgason sjónvarpsmaður leiki sjálfan sig og samkvæmt handriti leikur hann nokkuð stórt hlutverk; sem einkum felst í því að hylla Assange og lofa fyrir ómetanlegt starf hans fyrir Íslands hönd. Ef hann hefði ekki flett ofan af KB-banka væru Íslendingar í myrkrinu. „Þessi hápunktur á ferli Egils Helgasonar, eins og hann hefur sjálfur sagt í viðtölum, að komast í Hollywood-mynd, nálgast það að teljast aulahrollsvaki fyrir flesta sem þekkja veruleikann. Þarna er gefið ranglega í skyn að WikiLeaks hafi leitt þjóðina í allan sannleika um orsök bankahrunsins. Ímyndin er að forkólfar stærsta banka Íslands, Kaupthing, eru sýndir leiddir út í járnum og þjóðfélagið á batavegi eftir að búið er að fletta ofan af öllum svikum og prettum þar innan dyra fyrir tilstilli WikiLeaks. En, svona er stundum farið með sannleikann í Hollywood,“ segir Kristinn Hrafnsson. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Wikileaks hefur lekið handriti óútkominnar myndar um WikiLeaks, The Fifth Estate og með fylgir yfirlýsing um að myndin hafi ekkert með raunveruleikann að gera. Þar er talað um að myndin sé óábyrg, hún einkennist af niðurrifsstarfsemi og sé stórskaðleg. Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, telur ástæðulaust að gera lítið úr því hugsanlegri skaðasemi myndarinnar.Ábyrðarlaust að fara svo frjálslega með „Auðvitað er ekki hægt að amast við því þó Hollywood geri sínar útgáfur af sögunni. En það hefur verið gagnrýnt þegar draumaverksmiðjan fer frjálslega með eins og til dæmis Ziro Dark Thirty sem fjallar um morðið á Bin Laden. En í þessu dæmi er þetta töluvert alvarlega þar sem þarna er um beinar staðreyndafalsanir að ræða um eitthvað sem snertir hagsmuni einstaklinga í nútímanum. Höfum það í huga að þessi mynd er að fara í almenna dreifingu í næsta mánuði á sama tíma og Chelsea Manning er í áfrýjunarferli og er að leita eftir náðun eftir sinn fáránlega dóm. Á sama tíma eru Julian Assange, og fleiri sem tengjast WikiLeaks, undir einni umfangsmestu sakarannsókn síðari tíma sem farið hefur af stað í Bandaríkjunum. Þar sem allra leiða er leita til að koma höggi á samtökin og einstaklinga sem tengjast þeim. Þannig að þetta tengist einstaklingum sem nú eru í býsna hörðum slag. Þannig að ábyrgð þeirra sem framleiða mynd af þessum toga er nokkur,“ segir Kristinn.Á sér enga stoð í raunveruleikanum En, það sem ekki er síður ámælisvert, að mati Kristins, er að þarna eru atriði sem gefa í skyn að samtökin hafi sett þúsundir manna í bráða lífshættu. „Í fáránlegu plotti sem ofið er inn í söguþráð myndarinnar, og á sér enga stoð í veruleikanum. Fyrst og fremst af þeim sökum er þetta mjög alvarlegt að okkar áliti og ábyrgðarlaust að gera tilraun til að móta almenningsálitið með þessum hætti.“Hvernig komust þið yfir handritið?„Handritinu af þessari mynd hefur verið lekið til okkar í nokkrum útgáfum gegnum vinnslustigið. Þetta sem við vorum að birta núna í síðustu viku er það nýjasta, frá þeim tíma þegar upptökur voru farnar af stað þannig að það gefur væntanlega nokkuð raunsanna mynd af því hvernig útkoman verður. Að vísu hafa DreamWorks, Spielberg og Disney neitað að láta okkur hafa eintak af myndinni til skoðunnar. Þeir sem hafa séð hana og hafa getað borið hana saman við handritið segja handritið gefa nokkuð góða mynd af því hvernig útkoman verður.“Feginn að vera ekki í myndinni Það er kvikmyndafyrirtækið The DreamWorks film sem framleiðir myndina en til stendur að frumsýna hana 18. október en hin miðlæga persóna er Julian Assange sem Benedict Cumberbatch leikur. Assange hefur áður talað um að "The Fifth Estate" sé áróðursmynd og dragi upp neikvæða mynd af sér og WikiLeaks. Og hún fari rangt með í veigamiklum atriðum, allt frá því hvernig staðið hefur verið að upplýsingum um mikilvæg skjöl allt til þess að hann liti á sér hárið. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og í myndinni koma fyrir íslenskar persónur. Birgitta Jónsdóttir þingmaður er nefnd 51 sinnum í handriti en Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, aldrei. „Ég er dauðfeginn því að vera ekki í þessari mynd. Ekki síst í ljósi þess að hún er byggð á tveimur sögum, skrifuð af manni sem ýtt var út úr samtökunum um mitt ár 2010 og hafði lítt gott um Julian Assange og samtökin að segja. Maður er dauðfeginn því að vera ekki ofinn þarna inní.“Kjánahrollur vegna atriðis Egils Þá hefur komið fram að Egill Helgason sjónvarpsmaður leiki sjálfan sig og samkvæmt handriti leikur hann nokkuð stórt hlutverk; sem einkum felst í því að hylla Assange og lofa fyrir ómetanlegt starf hans fyrir Íslands hönd. Ef hann hefði ekki flett ofan af KB-banka væru Íslendingar í myrkrinu. „Þessi hápunktur á ferli Egils Helgasonar, eins og hann hefur sjálfur sagt í viðtölum, að komast í Hollywood-mynd, nálgast það að teljast aulahrollsvaki fyrir flesta sem þekkja veruleikann. Þarna er gefið ranglega í skyn að WikiLeaks hafi leitt þjóðina í allan sannleika um orsök bankahrunsins. Ímyndin er að forkólfar stærsta banka Íslands, Kaupthing, eru sýndir leiddir út í járnum og þjóðfélagið á batavegi eftir að búið er að fletta ofan af öllum svikum og prettum þar innan dyra fyrir tilstilli WikiLeaks. En, svona er stundum farið með sannleikann í Hollywood,“ segir Kristinn Hrafnsson.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira