Segir kynjafræðinga hafa svínbeygt forráðamenn Háskólans Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2013 07:00 Jón Baldvin Hannibalsson ætlar í mál við Háskóla Íslands. Forráðamenn HÍ fá falleinkunn hjá Jóni sem segir þá ljúga til um hvernig í málum liggur til að koma sér undan ábyrgð.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hann vilji láta á það reyna hvort dómstóll götunnar komist framvegis upp með að ráða gangi mála við háskólann. Eða hvort standa beri vörð um réttarríkið og grundvallarmannréttindi. Í greininni rekur Jón Baldvin málin eins og þau horfða við sér, "hinar raunverulegu ástæður", aðdraganda þess að fallið var frá því að ráða hann sem kennara við stjórnmáladeild skólans. Forráðamenn Háskóla Íslands fá ekki háa einkunn hjá Jóni Baldvin og segir hann framgöngu þeirra einkennast af ráðaleysi og því að vilja koma sér undan ábyrgð með "eftiráspuna". Alvarleg hlýtur að teljast ásökun hans um að þeir hreinlega ljúgi til um hvernig í málinu liggur og viljað koma ábyrgðinni yfir á Baldur Þórhallsson prófessor. Fyrst var Jóni Baldvin tilkynnt að kennarar við kynjafræði hafi skriflega mótmælt ráðningu hans. Þetta var að mánudegi 26. ágúst. Stjórn deildarinnar hafði setið maraþonfundi og hlustað á óhróður um persónu Jóns, eins og Jón Baldvin leggur málið upp, en þeir hjá Háskólanum fullvissuðu Jón Baldvin engu að síður um að þeir ætluðu ekki að láta kúga sig. Strax næsta dag kvað við annan tón, þá tjáðu ráðamenn Jóni að þeir hefðu misst alla stjórn á umræðunni því að heiftin og ofstækið kynnu sér engin takmörk. Þeir væru að niðurlotum komnir. "Þeim þætti miður að hafa tælt mig inn í þennan ormagarð. Þeir spurðust fyrir um hvort mér væri ekki fyrir bestu að draga mig til baka. Það myndi um leið létta þungum krossi af þeirra herðum," segir í grein Jóns Baldvins, sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu og á hér á Vísi. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson ætlar í mál við Háskóla Íslands. Forráðamenn HÍ fá falleinkunn hjá Jóni sem segir þá ljúga til um hvernig í málum liggur til að koma sér undan ábyrgð.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hann vilji láta á það reyna hvort dómstóll götunnar komist framvegis upp með að ráða gangi mála við háskólann. Eða hvort standa beri vörð um réttarríkið og grundvallarmannréttindi. Í greininni rekur Jón Baldvin málin eins og þau horfða við sér, "hinar raunverulegu ástæður", aðdraganda þess að fallið var frá því að ráða hann sem kennara við stjórnmáladeild skólans. Forráðamenn Háskóla Íslands fá ekki háa einkunn hjá Jóni Baldvin og segir hann framgöngu þeirra einkennast af ráðaleysi og því að vilja koma sér undan ábyrgð með "eftiráspuna". Alvarleg hlýtur að teljast ásökun hans um að þeir hreinlega ljúgi til um hvernig í málinu liggur og viljað koma ábyrgðinni yfir á Baldur Þórhallsson prófessor. Fyrst var Jóni Baldvin tilkynnt að kennarar við kynjafræði hafi skriflega mótmælt ráðningu hans. Þetta var að mánudegi 26. ágúst. Stjórn deildarinnar hafði setið maraþonfundi og hlustað á óhróður um persónu Jóns, eins og Jón Baldvin leggur málið upp, en þeir hjá Háskólanum fullvissuðu Jón Baldvin engu að síður um að þeir ætluðu ekki að láta kúga sig. Strax næsta dag kvað við annan tón, þá tjáðu ráðamenn Jóni að þeir hefðu misst alla stjórn á umræðunni því að heiftin og ofstækið kynnu sér engin takmörk. Þeir væru að niðurlotum komnir. "Þeim þætti miður að hafa tælt mig inn í þennan ormagarð. Þeir spurðust fyrir um hvort mér væri ekki fyrir bestu að draga mig til baka. Það myndi um leið létta þungum krossi af þeirra herðum," segir í grein Jóns Baldvins, sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu og á hér á Vísi.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira