Matthías Máni játaði þjófnað á flóttanum Stígur Helgason skrifar 17. september 2013 16:04 Matthías Máni stal sér skáldsögu á flóttanum en ekki kemur fram í ákærunni hver sú saga var. Matthías Máni Erlingsson, refsifangi sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember í fyrra, játaði í Héraðsdómi Suðurlands í gær að hafa á flóttanum brotist inn í sumarbústaði og vélageymslu og stolið þar alls kyns hlutum. Þetta staðfestir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Matthíasar, í samtali við Vísi. Matthías strauk af Litla-Hrauni 17. desember í fyrra og kom ekki í leitirnar fyrr en aðfaranótt aðfangadags, þegar hann gaf sig fram á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, þar sem ábúendur tóku á móti honum og höfðu samband við lögreglu. Hann var síðar ákærður fyrir að hafa á leið sinni þangað brotist inn í þrjá sumarbústaði og eina vélageymslu og stolið þaðan fatnaði, kuldagalla, kuldaskóm, úlpu og ullarsokkum, matvælum, skáldsögu, vasaljósi, snæri, kíki, bakpoka, kaffibrúsa auk ýmissa vopna; haglabyssu, riffli og öxi. Hann hafðist við í bústöðunum í mislangan tíma og stal auk þess fjórhjóli úr vélageymslunni sem hann ók á um Árnessýsluna þvera og endilanga í þessari viku. Hjólið skildi hann eftir bensínlaust í Hrunamannahreppi. Guðmundur segir að Matthías hafi gengist við þessu öllu en ákæruvaldið hafi hins vegar ekki gert kröfu um sérstaka refsingu fyrir brotin. Matthías afplánar núna fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem hann hlaut nýverið átta mánaða dóm fyrir árás á fangavörð. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Matthías Máni Erlingsson, refsifangi sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember í fyrra, játaði í Héraðsdómi Suðurlands í gær að hafa á flóttanum brotist inn í sumarbústaði og vélageymslu og stolið þar alls kyns hlutum. Þetta staðfestir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Matthíasar, í samtali við Vísi. Matthías strauk af Litla-Hrauni 17. desember í fyrra og kom ekki í leitirnar fyrr en aðfaranótt aðfangadags, þegar hann gaf sig fram á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, þar sem ábúendur tóku á móti honum og höfðu samband við lögreglu. Hann var síðar ákærður fyrir að hafa á leið sinni þangað brotist inn í þrjá sumarbústaði og eina vélageymslu og stolið þaðan fatnaði, kuldagalla, kuldaskóm, úlpu og ullarsokkum, matvælum, skáldsögu, vasaljósi, snæri, kíki, bakpoka, kaffibrúsa auk ýmissa vopna; haglabyssu, riffli og öxi. Hann hafðist við í bústöðunum í mislangan tíma og stal auk þess fjórhjóli úr vélageymslunni sem hann ók á um Árnessýsluna þvera og endilanga í þessari viku. Hjólið skildi hann eftir bensínlaust í Hrunamannahreppi. Guðmundur segir að Matthías hafi gengist við þessu öllu en ákæruvaldið hafi hins vegar ekki gert kröfu um sérstaka refsingu fyrir brotin. Matthías afplánar núna fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem hann hlaut nýverið átta mánaða dóm fyrir árás á fangavörð.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira