Matthías Máni játaði þjófnað á flóttanum Stígur Helgason skrifar 17. september 2013 16:04 Matthías Máni stal sér skáldsögu á flóttanum en ekki kemur fram í ákærunni hver sú saga var. Matthías Máni Erlingsson, refsifangi sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember í fyrra, játaði í Héraðsdómi Suðurlands í gær að hafa á flóttanum brotist inn í sumarbústaði og vélageymslu og stolið þar alls kyns hlutum. Þetta staðfestir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Matthíasar, í samtali við Vísi. Matthías strauk af Litla-Hrauni 17. desember í fyrra og kom ekki í leitirnar fyrr en aðfaranótt aðfangadags, þegar hann gaf sig fram á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, þar sem ábúendur tóku á móti honum og höfðu samband við lögreglu. Hann var síðar ákærður fyrir að hafa á leið sinni þangað brotist inn í þrjá sumarbústaði og eina vélageymslu og stolið þaðan fatnaði, kuldagalla, kuldaskóm, úlpu og ullarsokkum, matvælum, skáldsögu, vasaljósi, snæri, kíki, bakpoka, kaffibrúsa auk ýmissa vopna; haglabyssu, riffli og öxi. Hann hafðist við í bústöðunum í mislangan tíma og stal auk þess fjórhjóli úr vélageymslunni sem hann ók á um Árnessýsluna þvera og endilanga í þessari viku. Hjólið skildi hann eftir bensínlaust í Hrunamannahreppi. Guðmundur segir að Matthías hafi gengist við þessu öllu en ákæruvaldið hafi hins vegar ekki gert kröfu um sérstaka refsingu fyrir brotin. Matthías afplánar núna fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem hann hlaut nýverið átta mánaða dóm fyrir árás á fangavörð. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Matthías Máni Erlingsson, refsifangi sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember í fyrra, játaði í Héraðsdómi Suðurlands í gær að hafa á flóttanum brotist inn í sumarbústaði og vélageymslu og stolið þar alls kyns hlutum. Þetta staðfestir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Matthíasar, í samtali við Vísi. Matthías strauk af Litla-Hrauni 17. desember í fyrra og kom ekki í leitirnar fyrr en aðfaranótt aðfangadags, þegar hann gaf sig fram á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, þar sem ábúendur tóku á móti honum og höfðu samband við lögreglu. Hann var síðar ákærður fyrir að hafa á leið sinni þangað brotist inn í þrjá sumarbústaði og eina vélageymslu og stolið þaðan fatnaði, kuldagalla, kuldaskóm, úlpu og ullarsokkum, matvælum, skáldsögu, vasaljósi, snæri, kíki, bakpoka, kaffibrúsa auk ýmissa vopna; haglabyssu, riffli og öxi. Hann hafðist við í bústöðunum í mislangan tíma og stal auk þess fjórhjóli úr vélageymslunni sem hann ók á um Árnessýsluna þvera og endilanga í þessari viku. Hjólið skildi hann eftir bensínlaust í Hrunamannahreppi. Guðmundur segir að Matthías hafi gengist við þessu öllu en ákæruvaldið hafi hins vegar ekki gert kröfu um sérstaka refsingu fyrir brotin. Matthías afplánar núna fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem hann hlaut nýverið átta mánaða dóm fyrir árás á fangavörð.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira