Rektor HÍ biðst afsökunar á óheppilegri málsmeðferð Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2013 19:19 Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg." Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg."
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira