Rektor HÍ biðst afsökunar á óheppilegri málsmeðferð Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2013 19:19 Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg." Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg."
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent