Engin yfirlýsing frá prófessorum vegna máls Jóns Baldvins Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 4. september 2013 17:28 Rúnar Vilhjálmsson formaður félags prófessora sagði að félagið ætlaði ekki að senda frá sér ályktun að svo komnu. mynd/365 Prófessorar við Háskóla Íslands funduðu í dag og fóru meðal annars yfir mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og skólans. Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins segir að þau muni fylgjast með málinu og viðbrögðum Háskólans, en niðurstaðan hafi verið að þau myndu ekki senda frá sér neina ályktun vegna málsins að svo komnu. „Eins og fram hefur komið þá mun rektor vera í samskiptum við Jón Baldvin og þá mun félagsvísindasvið væntanlega fjalla um málið á sínum vettvangi,“ segir Rúnar. Rúnar segir að félagið sé bæði fagfélag og kjarafélag og þau fylgist með öllum málum sem koma upp og varða fagleg málefni skólans. Hann segir að fundurinn í dag hafi ekki verið haldinn sérstaklega til þess að fjalla um mál Jóns Baldvins. Til fundarins hafi verið boðað fyrir þó nokkru síðan og í ljósi þess sem gerst hefur, hafi hans mál að sjálfsögðu verið rætt. „Álitamálin verða áfram rædd innan skólans, vítt og breitt. Það eru tvö ólík sjónarmið sem hafa komið fram í umræðunni um ráðningarmál almennt,“ segir Rúnar. Álitamálin sem hann vísar til, komu fram á Vísi í dag þar sem Rúnar sagði að tekist væri á um tvö sjónarmið. Annað sjónarmiðið er um hvort gera eigi einhverjar siðferðiskröfur til kennara á öllum skólastigum og jafnvel á háskólastiginu líka og hverjar þær eigi þá að vera. Hvar eigi að draga mörk, hverjir eigi að setja þær reglur og hvernig eigi að fylgja þeim eftir. Hitt sjónarmiðið séað hér verði að gera greinarmun á óskildum málum. Aðalatriðið sé að þegar kennarar eru ráðnir, sé að þeir hafi hæfni, þekkingu og getu til þess að fræða og þjálfa nemendur. Að fólk verði að geta umgengist hvert annað þó að það sé með einhverjar ávirðingar á bakinu vegna annarra hluta, á öðrum vettvangi og á öðrum tíma. Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Prófessorar við Háskóla Íslands funduðu í dag og fóru meðal annars yfir mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og skólans. Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins segir að þau muni fylgjast með málinu og viðbrögðum Háskólans, en niðurstaðan hafi verið að þau myndu ekki senda frá sér neina ályktun vegna málsins að svo komnu. „Eins og fram hefur komið þá mun rektor vera í samskiptum við Jón Baldvin og þá mun félagsvísindasvið væntanlega fjalla um málið á sínum vettvangi,“ segir Rúnar. Rúnar segir að félagið sé bæði fagfélag og kjarafélag og þau fylgist með öllum málum sem koma upp og varða fagleg málefni skólans. Hann segir að fundurinn í dag hafi ekki verið haldinn sérstaklega til þess að fjalla um mál Jóns Baldvins. Til fundarins hafi verið boðað fyrir þó nokkru síðan og í ljósi þess sem gerst hefur, hafi hans mál að sjálfsögðu verið rætt. „Álitamálin verða áfram rædd innan skólans, vítt og breitt. Það eru tvö ólík sjónarmið sem hafa komið fram í umræðunni um ráðningarmál almennt,“ segir Rúnar. Álitamálin sem hann vísar til, komu fram á Vísi í dag þar sem Rúnar sagði að tekist væri á um tvö sjónarmið. Annað sjónarmiðið er um hvort gera eigi einhverjar siðferðiskröfur til kennara á öllum skólastigum og jafnvel á háskólastiginu líka og hverjar þær eigi þá að vera. Hvar eigi að draga mörk, hverjir eigi að setja þær reglur og hvernig eigi að fylgja þeim eftir. Hitt sjónarmiðið séað hér verði að gera greinarmun á óskildum málum. Aðalatriðið sé að þegar kennarar eru ráðnir, sé að þeir hafi hæfni, þekkingu og getu til þess að fræða og þjálfa nemendur. Að fólk verði að geta umgengist hvert annað þó að það sé með einhverjar ávirðingar á bakinu vegna annarra hluta, á öðrum vettvangi og á öðrum tíma.
Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira