Leikskólastjórinn hefur ekki séð myndböndin Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. ágúst 2013 12:45 Leikskólastjórinn á leiksskólanum 101, Hulda Linda Stefánsdóttir, kveðst ekki hafa séð myndböndin sem tveir starfsmenn skólans tóku upp og sendu til barnaverndaryfirvalda. Hún segir jafnframt að hvorki hún né aðrir starfsmenn leikskólans hafi nokkurn tímann orðið vitni að því að börn væru beitt ofbeldi eða harðræði innan veggja skólans. Hulda Linda mætir á leikskólann á hverjum degi. Hún segir að ef hún hefði einhvern tímann orðið vitni að harðræði gagnvart börnunum, hefði að sjálfsögðu verið tekið strax á þeim málum. Enda mjög alvarlegt ef svo sé og þessar ásakanir sem komu upp séu alvarlegar. Hún telur það jafnframt alvarlegt að stúlkurnar hafi ekki látið sig vita af þessu strax, sérstaklega í ljósi þess að þetta eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Önnur stúlkan sem tilkynnti ofbeldið og sú sem tók myndböndin upp hafi til dæmis ekki verið í vinnu síðan á föstudaginn í síðustu viku. Hún hafi þá haft samband við Huldu og látið vita að hún kæmi ekki til starfa vegna óviðráðanlegra aðstæðna en hún myndi vera í sambandi síðar. Hulda hefur ekki heyrt í stúlkunni síðan þá og frétti fyrst af þessum myndböndum í fyrradag, á svipuðum tíma og aðrir landsmenn. Hún segir að ekki sé rétt að stúlkurnar hafi báðar verið sumarstarfsmenn, þær hafi verið ráðnar tímabundið og önnur átti að ljúka störfum snemma í haust en hin var með lengri samning. Hulda hefur verið í sambandi við foreldra barnanna á leikskólanum og segist hafa fundið fyrir ótrúlega miklum stuðningi. En eðlilega séu allir í sjokki. Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri hjá Skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar segist sáttur við þá ákvörðun leikskólastjórans að taka ekki á móti börnum á meðan að rannsókn málsins stendur yfir. Enda eigi börnin að njóta alls vafa. Málið sé þó nokkuð flókið fyrir foreldrana. Hann segir borgina hafa mikinn skilning á þessu og muni hjálpa foreldrum eins og hægt er til þess að finna einhverja lausn vegna gæslu barnanna. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira
Leikskólastjórinn á leiksskólanum 101, Hulda Linda Stefánsdóttir, kveðst ekki hafa séð myndböndin sem tveir starfsmenn skólans tóku upp og sendu til barnaverndaryfirvalda. Hún segir jafnframt að hvorki hún né aðrir starfsmenn leikskólans hafi nokkurn tímann orðið vitni að því að börn væru beitt ofbeldi eða harðræði innan veggja skólans. Hulda Linda mætir á leikskólann á hverjum degi. Hún segir að ef hún hefði einhvern tímann orðið vitni að harðræði gagnvart börnunum, hefði að sjálfsögðu verið tekið strax á þeim málum. Enda mjög alvarlegt ef svo sé og þessar ásakanir sem komu upp séu alvarlegar. Hún telur það jafnframt alvarlegt að stúlkurnar hafi ekki látið sig vita af þessu strax, sérstaklega í ljósi þess að þetta eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Önnur stúlkan sem tilkynnti ofbeldið og sú sem tók myndböndin upp hafi til dæmis ekki verið í vinnu síðan á föstudaginn í síðustu viku. Hún hafi þá haft samband við Huldu og látið vita að hún kæmi ekki til starfa vegna óviðráðanlegra aðstæðna en hún myndi vera í sambandi síðar. Hulda hefur ekki heyrt í stúlkunni síðan þá og frétti fyrst af þessum myndböndum í fyrradag, á svipuðum tíma og aðrir landsmenn. Hún segir að ekki sé rétt að stúlkurnar hafi báðar verið sumarstarfsmenn, þær hafi verið ráðnar tímabundið og önnur átti að ljúka störfum snemma í haust en hin var með lengri samning. Hulda hefur verið í sambandi við foreldra barnanna á leikskólanum og segist hafa fundið fyrir ótrúlega miklum stuðningi. En eðlilega séu allir í sjokki. Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri hjá Skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar segist sáttur við þá ákvörðun leikskólastjórans að taka ekki á móti börnum á meðan að rannsókn málsins stendur yfir. Enda eigi börnin að njóta alls vafa. Málið sé þó nokkuð flókið fyrir foreldrana. Hann segir borgina hafa mikinn skilning á þessu og muni hjálpa foreldrum eins og hægt er til þess að finna einhverja lausn vegna gæslu barnanna.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira