Jón Baldvin mun ekki kenna við Háskóla Íslands Hjörtur Hjartarson skrifar 28. ágúst 2013 18:59 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra verður ekki gestafyrirlesari hjá Háskóla Íslands í vetur eins og fyrirhugað var. Þetta var ákveðið á fundi í Háskólanum síðdegis. Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna námskeið í vetur um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Jón kenndi sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni í kjölfarið, meðal annars í pistli sem birtist á vefnum Knúz.is sem Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifuðu. Þar voru birtir úrdrættir úr ósæmilegum bréfum sem Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu sinnar fyrir rúmum áratug. Þau komu fyrst fyrir sjónir almennings í tímaritinu Nýju Lífi í fyrra og vöktu mikla athygli. Í tímaritinu kom einnig fram að Jón hafi, árið 2005 verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn Guðrúnu. Ríkissaksóknari lét málið niður falla í mars 2007. Jón viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu vegna málsins að hann hafi farið yfir strikið í skrifum sínum og sýnt af sér dómgreindabrest.Ljóst má vera að sú gagnrýni sem sett var fram í kjölfar ráðningar Jóns til Háskólans hafi haft sitt að segja í því að hún var dregin tilbaka. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar sagði í samtali við fréttastofu að á fundi Háskólans í dag hafi heildarhagsmunir skólans verið metnir og fyrrnefnd ákvörðun tekin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður þess að ráðning Jóns var dregin tilbaka. Jón Baldvin vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra verður ekki gestafyrirlesari hjá Háskóla Íslands í vetur eins og fyrirhugað var. Þetta var ákveðið á fundi í Háskólanum síðdegis. Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna námskeið í vetur um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Jón kenndi sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni í kjölfarið, meðal annars í pistli sem birtist á vefnum Knúz.is sem Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifuðu. Þar voru birtir úrdrættir úr ósæmilegum bréfum sem Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu sinnar fyrir rúmum áratug. Þau komu fyrst fyrir sjónir almennings í tímaritinu Nýju Lífi í fyrra og vöktu mikla athygli. Í tímaritinu kom einnig fram að Jón hafi, árið 2005 verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn Guðrúnu. Ríkissaksóknari lét málið niður falla í mars 2007. Jón viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu vegna málsins að hann hafi farið yfir strikið í skrifum sínum og sýnt af sér dómgreindabrest.Ljóst má vera að sú gagnrýni sem sett var fram í kjölfar ráðningar Jóns til Háskólans hafi haft sitt að segja í því að hún var dregin tilbaka. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar sagði í samtali við fréttastofu að á fundi Háskólans í dag hafi heildarhagsmunir skólans verið metnir og fyrrnefnd ákvörðun tekin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður þess að ráðning Jóns var dregin tilbaka. Jón Baldvin vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira