Sigurwin skilinn eftir heima í Malmö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 18:39 Sara Björk (t.v.), Þóra Björg (t.h.) ásamt liðsfélögum sínum í Malmö á leiðinni heim í lestinni eftir sigurinn í Tyresö. Mynd/Aðsend „Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira