Sigurwin skilinn eftir heima í Malmö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 18:39 Sara Björk (t.v.), Þóra Björg (t.h.) ásamt liðsfélögum sínum í Malmö á leiðinni heim í lestinni eftir sigurinn í Tyresö. Mynd/Aðsend „Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
„Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn