Innlent

Stórafmælið lendir á nýjum biskupi

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Frá vígsluathöfninni í fyrra. Í gær var ár liðið frá þessari stundu þegar Sólveig Lára var vígð til biskupsdóms á Hólum. Hér er hún með Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra.
Frá vígsluathöfninni í fyrra. Í gær var ár liðið frá þessari stundu þegar Sólveig Lára var vígð til biskupsdóms á Hólum. Hér er hún með Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra.
Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hóla­hátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins.

„Hún verður því í sviðsljósinu hjá okkur,“ segir Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sem í gær gat sjálf fagnað en þá var eitt ár liðið frá því hún varð vígslubiskup á Hólum.„Á föstudagskvöldið verður opnuð sýning sem Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og einn helsti sérfræðingur okkar á sviði kirkjubyggingarlistar, og Guðmundur Oddur Magnússon prófessor hafa tekið saman um kirkjubygginguna,“ segir Hólabiskup.„Á laugardag verður frumsýnt nýtt leikrit um Sabinsky múrarameistara sem byggði kirkjuna, það er mikið drama. Leikritið skrifaði Björg Baldursdóttir, kennari við Grunnskólann á Hólum, en það eru félagar úr Leikfélagi Hofsóss sem leika undir stjórn Maríu Grétu Ólafsdóttur.“ Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, mun predika.Ásamt fleiri uppákomum mun Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngja einsöng. Hólaræðan að þessu sinni kemur í hlut Vilhjálms Egilssonar, rektors Háskólans á Bifröst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.