Bóndi verður bíóstjarna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. júlí 2013 22:00 Gestastofan blasir hér við aftan við repjuakur í blóma. Rúmlega hundrað þúsund manns hafa heimsótt á gestastofu fjölskyldunnar á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Þar er sýnd heimildarmynd um fjölskylduna. Gestir segja bóndann um kvikmyndastjörnu og biðja um eiginhandaráritun hans. „Það er mér til efs að margar íslenskar myndir hafi fengið annað eins áhorf á tveimur árum," segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Hundraðþúsundasti gesturinn kom á gestastofu fjölskyldunnar fyrir helgi. Þar ber að líta heimildarmynd sem Ólafur gerði í samvinnu við Svein Sveinsson hjá Plús film og fjallar um raunir fjölskyldunnar í samneytinu við dyntótta náttúruna á eldfjallaslóð. Hann renndi ekki grun í að líf fjölskyldunnar ætti eftir að taka slíkum breytingum þegar þau ákváðu að setja upp gestastofu við þjóðveginn fyrir tveimur árum. Eiginkonan, Guðný Valberg og dæturnar Inga Júlía og Þuríður Vala, hafa vart undan við að sinna gestum. „Það komu hérna 720 gestir um daginn, það var svolítið strembið," segir Ólafur. Til samanburðar má geta þess að rúmlega 111 þúsund manns sáu íslenskar bíómyndir í kvikmyndahúsum árið 2010. Allt stefnir í að í ár komi um 60 þúsund manns í Gestastofuna en það sem af er ári hafa um 40 þúsund komið þar við. Hvert safn gæti unað vel við slíkan fjölda en til samanburðar má geta þess að um 20 þúsund komu á Síldarminjasafnið allt árið 2011 og 37 þúsund allt árið 2012 á Listasafn Reykjanesbæjar. Ólafur reynir sjálfur að hlaupa undir bagga með konu og dætrum á Gestastofunni þó sjálfur hafi hann í mörg horn að líta því hann er bæði korn- og kúabóndi ásamt fleiru. Hann hefur ekki farið varhluta af frægðarsólinni sem þessu umstangi fylgir og játar með semingi að oft sé hann beðinn um eiginhandaráritun af gestum sem nýlokið hafa við að sjá heimildamyndina. „Stundum veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé nóg um. En vissulega erum við ánægð að geta frætt ferðamenn um það hvernig það er að búa og lifa í samneyti við íslenska náttúru og jafnvel lagt góðar minningar í farteskið sem ferðamennirnir taka með sér heim." Gestirnir hafa tekið undir þá skýringu bóndans að þörf sé á svona stað. „Þeir hafa sagt sem svo að gosið hérna hafi verið heimsatburður svo vissulega sé nauðsynlegt að þeir sem upplifðu deili þeirri reynslu," segir bóndinn og bíóstjarnan. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund manns hafa heimsótt á gestastofu fjölskyldunnar á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Þar er sýnd heimildarmynd um fjölskylduna. Gestir segja bóndann um kvikmyndastjörnu og biðja um eiginhandaráritun hans. „Það er mér til efs að margar íslenskar myndir hafi fengið annað eins áhorf á tveimur árum," segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Hundraðþúsundasti gesturinn kom á gestastofu fjölskyldunnar fyrir helgi. Þar ber að líta heimildarmynd sem Ólafur gerði í samvinnu við Svein Sveinsson hjá Plús film og fjallar um raunir fjölskyldunnar í samneytinu við dyntótta náttúruna á eldfjallaslóð. Hann renndi ekki grun í að líf fjölskyldunnar ætti eftir að taka slíkum breytingum þegar þau ákváðu að setja upp gestastofu við þjóðveginn fyrir tveimur árum. Eiginkonan, Guðný Valberg og dæturnar Inga Júlía og Þuríður Vala, hafa vart undan við að sinna gestum. „Það komu hérna 720 gestir um daginn, það var svolítið strembið," segir Ólafur. Til samanburðar má geta þess að rúmlega 111 þúsund manns sáu íslenskar bíómyndir í kvikmyndahúsum árið 2010. Allt stefnir í að í ár komi um 60 þúsund manns í Gestastofuna en það sem af er ári hafa um 40 þúsund komið þar við. Hvert safn gæti unað vel við slíkan fjölda en til samanburðar má geta þess að um 20 þúsund komu á Síldarminjasafnið allt árið 2011 og 37 þúsund allt árið 2012 á Listasafn Reykjanesbæjar. Ólafur reynir sjálfur að hlaupa undir bagga með konu og dætrum á Gestastofunni þó sjálfur hafi hann í mörg horn að líta því hann er bæði korn- og kúabóndi ásamt fleiru. Hann hefur ekki farið varhluta af frægðarsólinni sem þessu umstangi fylgir og játar með semingi að oft sé hann beðinn um eiginhandaráritun af gestum sem nýlokið hafa við að sjá heimildamyndina. „Stundum veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé nóg um. En vissulega erum við ánægð að geta frætt ferðamenn um það hvernig það er að búa og lifa í samneyti við íslenska náttúru og jafnvel lagt góðar minningar í farteskið sem ferðamennirnir taka með sér heim." Gestirnir hafa tekið undir þá skýringu bóndans að þörf sé á svona stað. „Þeir hafa sagt sem svo að gosið hérna hafi verið heimsatburður svo vissulega sé nauðsynlegt að þeir sem upplifðu deili þeirri reynslu," segir bóndinn og bíóstjarnan.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira