Erlent

Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Frans páfi er mun umburðarlyndari í garð samkynhneigðra en forverar hans. Hann hefur verið á ferðalagi um Brasilíu síðustu vikur.
Frans páfi er mun umburðarlyndari í garð samkynhneigðra en forverar hans. Hann hefur verið á ferðalagi um Brasilíu síðustu vikur. MYND/AFP
Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða sem þjóna guði. Páfinn hefur verið á ferðalagi um Brasilíu síðustu þrjár vikur. Í dag flaug hann heim til Vatíkansins, en blaðamannafundurinn fór fram í flugvélinni.

Fundurinn varð fljótlega sögulegur, en einn blaðamannanna gerðist svo djarfur að spyrja páfann hver viðbögð hans yrðu ef í ljós kæmi að einn klerka hans væri samkynhneigður. Svarið kom öllum í opna skjöldu, Frans páfi sagðist ekki hafa neitt sérstakt út á samkynhneigð að setja. „Hver er ég að dæma samkynhneigða menn sem þjóna guði?,“ sagði páfinn meðal annars. Þá sagði hann að áróður samkynhneigðra hópa væri frekar vandamál en samkynhneygðin sjálf.

Þessar fréttir hafa farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina síðustu klukkustundir, enda hafa ráðamenn Vatikansins litið samkynhneigð miklu hornauga í hunduði ára. Forveri Frans, Benedikt páfi, var þeirrar skoðunar að útiloka ætti samkynhneigða menn frá kaþólsku kirkjunni. Samkvæmt sérfræðingum hefur páfi aldrei fyrr tekið upp hanskann fyrir samkynhneigða presta.

Frans sagði á öðrum blaðamannafundi í vikunni að hann styddi konur sem vilja komast til áhrifa innan kaþólsku kirkjunnar. Hann er þó á móti því að konur verði prestar.



Wall Street Journal greindi frá þessu fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×