Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. júlí 2013 14:35 Frans páfi er mun umburðarlyndari í garð samkynhneigðra en forverar hans. Hann hefur verið á ferðalagi um Brasilíu síðustu vikur. MYND/AFP Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða sem þjóna guði. Páfinn hefur verið á ferðalagi um Brasilíu síðustu þrjár vikur. Í dag flaug hann heim til Vatíkansins, en blaðamannafundurinn fór fram í flugvélinni. Fundurinn varð fljótlega sögulegur, en einn blaðamannanna gerðist svo djarfur að spyrja páfann hver viðbögð hans yrðu ef í ljós kæmi að einn klerka hans væri samkynhneigður. Svarið kom öllum í opna skjöldu, Frans páfi sagðist ekki hafa neitt sérstakt út á samkynhneigð að setja. „Hver er ég að dæma samkynhneigða menn sem þjóna guði?,“ sagði páfinn meðal annars. Þá sagði hann að áróður samkynhneigðra hópa væri frekar vandamál en samkynhneygðin sjálf. Þessar fréttir hafa farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina síðustu klukkustundir, enda hafa ráðamenn Vatikansins litið samkynhneigð miklu hornauga í hunduði ára. Forveri Frans, Benedikt páfi, var þeirrar skoðunar að útiloka ætti samkynhneigða menn frá kaþólsku kirkjunni. Samkvæmt sérfræðingum hefur páfi aldrei fyrr tekið upp hanskann fyrir samkynhneigða presta. Frans sagði á öðrum blaðamannafundi í vikunni að hann styddi konur sem vilja komast til áhrifa innan kaþólsku kirkjunnar. Hann er þó á móti því að konur verði prestar. Wall Street Journal greindi frá þessu fyrir stundu. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða sem þjóna guði. Páfinn hefur verið á ferðalagi um Brasilíu síðustu þrjár vikur. Í dag flaug hann heim til Vatíkansins, en blaðamannafundurinn fór fram í flugvélinni. Fundurinn varð fljótlega sögulegur, en einn blaðamannanna gerðist svo djarfur að spyrja páfann hver viðbögð hans yrðu ef í ljós kæmi að einn klerka hans væri samkynhneigður. Svarið kom öllum í opna skjöldu, Frans páfi sagðist ekki hafa neitt sérstakt út á samkynhneigð að setja. „Hver er ég að dæma samkynhneigða menn sem þjóna guði?,“ sagði páfinn meðal annars. Þá sagði hann að áróður samkynhneigðra hópa væri frekar vandamál en samkynhneygðin sjálf. Þessar fréttir hafa farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina síðustu klukkustundir, enda hafa ráðamenn Vatikansins litið samkynhneigð miklu hornauga í hunduði ára. Forveri Frans, Benedikt páfi, var þeirrar skoðunar að útiloka ætti samkynhneigða menn frá kaþólsku kirkjunni. Samkvæmt sérfræðingum hefur páfi aldrei fyrr tekið upp hanskann fyrir samkynhneigða presta. Frans sagði á öðrum blaðamannafundi í vikunni að hann styddi konur sem vilja komast til áhrifa innan kaþólsku kirkjunnar. Hann er þó á móti því að konur verði prestar. Wall Street Journal greindi frá þessu fyrir stundu.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira