Fótbolti

Coentrao líklegast á leið frá Real í sumar

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Fabio Coentrao
Fabio Coentrao

Portúgalski varnarmaðurinn Fabio Coentrao er að öllum líkindum á förum frá Real Madrid í sumar. Fyrrverandi liðsfélagi leikmannsins, Richardo Carvalho, sagði frá því í viðtali á dögunum að Coentrao vildi ólmur komast frá liðinu.

Coentrao hefur áður gefið það út að honum hafi aldrei fundist hann velkominn í Madrid en hann var fenginn til liðsins frá Benfica á þrjátíu milljónir evra árið 2011. Það var fyrrverandi stjóri Real Madrid, Jose Mourinho sem fékk leikmanninn til liðsins en Mourinho tók einmitt við Chelsea í sumar.

Taldar eru líkur á því að Coentrao muni annaðhvort fylgja Mourinho til Chelsea eða að hann snúi aftur á heimaslóðir í Benfica.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.