Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Karen Kjartansdóttir skrifar 21. júní 2013 20:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira