Notum þjónustu sérfræðinga meira en góðu hófi gegnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2013 19:12 Íslendingar leita meira til sérfræðilækna en aðrar þjóðir og hlutfall notkurnar á sneiðmyndatökum hér er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þetta á stóran þátt í miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í skýrslu OECD. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er fjallað nokkuð um íslenskt heilbrigðiskerfi og kostnaðinn við rekstur þess. Í skýrslunni er fjallað með jákvæðum þætti um íslenskt heilbrigðiskerfi. Þar segir t.d að lífslíkur nýbura hér á landi séu með því hæsta sem þekkist meðal OECD-ríkjanna og kostnaður í heilbrigðiskerfinu á hvern íbúa sé ekki óeðlilega hár. Það sem er hins vegar vegar sérstakt við íslenskt heilbrigðiskerfi er óvenjulega mikill fjöldi heimsókna til sérfræðinga. Íslendingar virðast sækja mjög mikið beint til þeirra í stað þess að leita til heimilislæknis fyrst. Um það bil helmingur allra læknisheimsókna almennings eru heimsóknir til sérfræðinga. Þetta er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum og mjög hátt í samanburði við önnur OECD ríki. Í skýrslu OECD segir að það sem ýti undir þetta sé skortur á hliðvörslu (e. gatekeeping) í heilbrigðiskerfinu, sem sé mjög óvenjulegt fyrir heilbrigðiskerfi sem er að mestu leyti fjármagnað með skattfé. Hliðvarsla af þessu tagi myndi beina sjúklingum í rétta átt hverju sinni, en í reynd er um að ræða tilvísanakerfi. Það virkar þannig að sérfræðingar fá tilvísanir frá heimilislæknum, en geta ekki leitað beint til þeirra. Slíkt kerfi er við lýði í nágrannalöndum, bæði Danmörku og Noregi. Kerfi af þessu tagi er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu. David Carey hagfræðingur hjá OECD segir að við innleiðingu á slíku kerfi myndi nást fram umtalsverður sparnaður. Annað sem er óvenjulegt í íslensku heilbrigðiskerfi samkvæmt skýrslu OECD er mikil notkun á segulómun, eða MRI. Aðeins þrjú OECD ríki hafa fleiri slíkar myndatökur á hvern íbúa, en það eru Tyrkland, Lúxemborg og Bandaríkin. Þá er notkun sneiðmynda (Computed Tomography Scan) jafn mikil og aðeins þrjú ríki nota sneiðmyndatökur í meira mæli en við Íslendingar. Bandaríkjamenn tróna á toppnum í notkun slíkrar tækni, bæði þegar sneiðmyndir og segulómun eru annars vegar. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Íslendingar leita meira til sérfræðilækna en aðrar þjóðir og hlutfall notkurnar á sneiðmyndatökum hér er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þetta á stóran þátt í miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í skýrslu OECD. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er fjallað nokkuð um íslenskt heilbrigðiskerfi og kostnaðinn við rekstur þess. Í skýrslunni er fjallað með jákvæðum þætti um íslenskt heilbrigðiskerfi. Þar segir t.d að lífslíkur nýbura hér á landi séu með því hæsta sem þekkist meðal OECD-ríkjanna og kostnaður í heilbrigðiskerfinu á hvern íbúa sé ekki óeðlilega hár. Það sem er hins vegar vegar sérstakt við íslenskt heilbrigðiskerfi er óvenjulega mikill fjöldi heimsókna til sérfræðinga. Íslendingar virðast sækja mjög mikið beint til þeirra í stað þess að leita til heimilislæknis fyrst. Um það bil helmingur allra læknisheimsókna almennings eru heimsóknir til sérfræðinga. Þetta er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum og mjög hátt í samanburði við önnur OECD ríki. Í skýrslu OECD segir að það sem ýti undir þetta sé skortur á hliðvörslu (e. gatekeeping) í heilbrigðiskerfinu, sem sé mjög óvenjulegt fyrir heilbrigðiskerfi sem er að mestu leyti fjármagnað með skattfé. Hliðvarsla af þessu tagi myndi beina sjúklingum í rétta átt hverju sinni, en í reynd er um að ræða tilvísanakerfi. Það virkar þannig að sérfræðingar fá tilvísanir frá heimilislæknum, en geta ekki leitað beint til þeirra. Slíkt kerfi er við lýði í nágrannalöndum, bæði Danmörku og Noregi. Kerfi af þessu tagi er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu. David Carey hagfræðingur hjá OECD segir að við innleiðingu á slíku kerfi myndi nást fram umtalsverður sparnaður. Annað sem er óvenjulegt í íslensku heilbrigðiskerfi samkvæmt skýrslu OECD er mikil notkun á segulómun, eða MRI. Aðeins þrjú OECD ríki hafa fleiri slíkar myndatökur á hvern íbúa, en það eru Tyrkland, Lúxemborg og Bandaríkin. Þá er notkun sneiðmynda (Computed Tomography Scan) jafn mikil og aðeins þrjú ríki nota sneiðmyndatökur í meira mæli en við Íslendingar. Bandaríkjamenn tróna á toppnum í notkun slíkrar tækni, bæði þegar sneiðmyndir og segulómun eru annars vegar.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira