Notum þjónustu sérfræðinga meira en góðu hófi gegnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2013 19:12 Íslendingar leita meira til sérfræðilækna en aðrar þjóðir og hlutfall notkurnar á sneiðmyndatökum hér er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þetta á stóran þátt í miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í skýrslu OECD. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er fjallað nokkuð um íslenskt heilbrigðiskerfi og kostnaðinn við rekstur þess. Í skýrslunni er fjallað með jákvæðum þætti um íslenskt heilbrigðiskerfi. Þar segir t.d að lífslíkur nýbura hér á landi séu með því hæsta sem þekkist meðal OECD-ríkjanna og kostnaður í heilbrigðiskerfinu á hvern íbúa sé ekki óeðlilega hár. Það sem er hins vegar vegar sérstakt við íslenskt heilbrigðiskerfi er óvenjulega mikill fjöldi heimsókna til sérfræðinga. Íslendingar virðast sækja mjög mikið beint til þeirra í stað þess að leita til heimilislæknis fyrst. Um það bil helmingur allra læknisheimsókna almennings eru heimsóknir til sérfræðinga. Þetta er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum og mjög hátt í samanburði við önnur OECD ríki. Í skýrslu OECD segir að það sem ýti undir þetta sé skortur á hliðvörslu (e. gatekeeping) í heilbrigðiskerfinu, sem sé mjög óvenjulegt fyrir heilbrigðiskerfi sem er að mestu leyti fjármagnað með skattfé. Hliðvarsla af þessu tagi myndi beina sjúklingum í rétta átt hverju sinni, en í reynd er um að ræða tilvísanakerfi. Það virkar þannig að sérfræðingar fá tilvísanir frá heimilislæknum, en geta ekki leitað beint til þeirra. Slíkt kerfi er við lýði í nágrannalöndum, bæði Danmörku og Noregi. Kerfi af þessu tagi er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu. David Carey hagfræðingur hjá OECD segir að við innleiðingu á slíku kerfi myndi nást fram umtalsverður sparnaður. Annað sem er óvenjulegt í íslensku heilbrigðiskerfi samkvæmt skýrslu OECD er mikil notkun á segulómun, eða MRI. Aðeins þrjú OECD ríki hafa fleiri slíkar myndatökur á hvern íbúa, en það eru Tyrkland, Lúxemborg og Bandaríkin. Þá er notkun sneiðmynda (Computed Tomography Scan) jafn mikil og aðeins þrjú ríki nota sneiðmyndatökur í meira mæli en við Íslendingar. Bandaríkjamenn tróna á toppnum í notkun slíkrar tækni, bæði þegar sneiðmyndir og segulómun eru annars vegar. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Íslendingar leita meira til sérfræðilækna en aðrar þjóðir og hlutfall notkurnar á sneiðmyndatökum hér er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þetta á stóran þátt í miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í skýrslu OECD. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er fjallað nokkuð um íslenskt heilbrigðiskerfi og kostnaðinn við rekstur þess. Í skýrslunni er fjallað með jákvæðum þætti um íslenskt heilbrigðiskerfi. Þar segir t.d að lífslíkur nýbura hér á landi séu með því hæsta sem þekkist meðal OECD-ríkjanna og kostnaður í heilbrigðiskerfinu á hvern íbúa sé ekki óeðlilega hár. Það sem er hins vegar vegar sérstakt við íslenskt heilbrigðiskerfi er óvenjulega mikill fjöldi heimsókna til sérfræðinga. Íslendingar virðast sækja mjög mikið beint til þeirra í stað þess að leita til heimilislæknis fyrst. Um það bil helmingur allra læknisheimsókna almennings eru heimsóknir til sérfræðinga. Þetta er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum og mjög hátt í samanburði við önnur OECD ríki. Í skýrslu OECD segir að það sem ýti undir þetta sé skortur á hliðvörslu (e. gatekeeping) í heilbrigðiskerfinu, sem sé mjög óvenjulegt fyrir heilbrigðiskerfi sem er að mestu leyti fjármagnað með skattfé. Hliðvarsla af þessu tagi myndi beina sjúklingum í rétta átt hverju sinni, en í reynd er um að ræða tilvísanakerfi. Það virkar þannig að sérfræðingar fá tilvísanir frá heimilislæknum, en geta ekki leitað beint til þeirra. Slíkt kerfi er við lýði í nágrannalöndum, bæði Danmörku og Noregi. Kerfi af þessu tagi er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu. David Carey hagfræðingur hjá OECD segir að við innleiðingu á slíku kerfi myndi nást fram umtalsverður sparnaður. Annað sem er óvenjulegt í íslensku heilbrigðiskerfi samkvæmt skýrslu OECD er mikil notkun á segulómun, eða MRI. Aðeins þrjú OECD ríki hafa fleiri slíkar myndatökur á hvern íbúa, en það eru Tyrkland, Lúxemborg og Bandaríkin. Þá er notkun sneiðmynda (Computed Tomography Scan) jafn mikil og aðeins þrjú ríki nota sneiðmyndatökur í meira mæli en við Íslendingar. Bandaríkjamenn tróna á toppnum í notkun slíkrar tækni, bæði þegar sneiðmyndir og segulómun eru annars vegar.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira