Hemmi Gunn látinn 4. júní 2013 20:22 mynd/stefán karlsson Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, er látinn, 66 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á Taílandi í dag þar sem hann var staddur í fríi. Hermann, sem flestir landsmenn þekkja sem Hemma Gunn, fæddist í Reykjavík 9. desember 1946 og foreldrar hans voru Björg Sigríður Hermannsdóttir og Gunnar Gíslason. Hemmi var einn atkvæðamesti íþróttamaður Íslands á árum áður. Hann var einn fremsti knattspyrnumaður landsins á sjöunda áratugnum og spilaði með Val á blómaskeiði félagsins. Hemmi þótti einnig nokkuð liðtækur í handbolta og lék nokkra landsleiki í íþróttinni. Hann átti meðal annars markametið yfir flest mörk skoruð í landsleik í mörg ár. Tónlist var Hermanni hugleikin og var hann meðlimur Sumargleðinnar sem skemmti landsmönnum um langt skeið. Hann söng inn á hljómplötur, og sólóplata hans, Frískur og fjörugur, er í uppáhaldi hjá mörgum. Að knattspyrnuferlinum loknum hóf hann störf sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu. Á níunda áratugnum hóf hann að stjórna sínum eigin sjónvarpsþætti hjá RÚV, Á tali hjá Hemma Gunn, og náði þátturinn miklum vinsældum. Einkennisorð Hemma í þættinum voru: „Verið hress, ekkert stress, bless bless.“ Þá starfaði hann um árabil hjá 365, bæði við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hermann lét af störfum hjá fyrirtækinu í lok apríl og hugðist leggja lokahönd á sjálfsævisögu sína, Lífshlaup Hemma. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, er látinn, 66 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á Taílandi í dag þar sem hann var staddur í fríi. Hermann, sem flestir landsmenn þekkja sem Hemma Gunn, fæddist í Reykjavík 9. desember 1946 og foreldrar hans voru Björg Sigríður Hermannsdóttir og Gunnar Gíslason. Hemmi var einn atkvæðamesti íþróttamaður Íslands á árum áður. Hann var einn fremsti knattspyrnumaður landsins á sjöunda áratugnum og spilaði með Val á blómaskeiði félagsins. Hemmi þótti einnig nokkuð liðtækur í handbolta og lék nokkra landsleiki í íþróttinni. Hann átti meðal annars markametið yfir flest mörk skoruð í landsleik í mörg ár. Tónlist var Hermanni hugleikin og var hann meðlimur Sumargleðinnar sem skemmti landsmönnum um langt skeið. Hann söng inn á hljómplötur, og sólóplata hans, Frískur og fjörugur, er í uppáhaldi hjá mörgum. Að knattspyrnuferlinum loknum hóf hann störf sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu. Á níunda áratugnum hóf hann að stjórna sínum eigin sjónvarpsþætti hjá RÚV, Á tali hjá Hemma Gunn, og náði þátturinn miklum vinsældum. Einkennisorð Hemma í þættinum voru: „Verið hress, ekkert stress, bless bless.“ Þá starfaði hann um árabil hjá 365, bæði við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hermann lét af störfum hjá fyrirtækinu í lok apríl og hugðist leggja lokahönd á sjálfsævisögu sína, Lífshlaup Hemma.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira