Mourinho hættir í lok leiktíðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2013 18:32 Nordicphotos/Getty Jose Mourinho mun láta af störfum sem þjálfari Real Madrid í lok leiktíðar. Florentino Perez, forseti félagsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi sem boðað var til í Madríd í dag. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að Mourinho myndi ekki verða áfram í brúnni hjá Real þrátt fyrir að vera samningsbundinn félaginu næstu tvö árin. Portúgalinn litríki hefur verið orðaður sterklega við stjórastöðuna hjá Chelsea á Englandi. „Mourinho var ekki rekinn. Um er að ræða samkomulag okkar og hans. Nú var rétti tíminn til þess að ljúka samstarfinu," sagði Florentino Perez. Undir stjórn Mourinho vann Real engan titil á leiktíðinni ef frá er talinn sigur á Barcelona á Real í árlegu uppgjöri deildar- og bikarmeistaranna síðastliðið haust. Liðið missti Spánarmeistaratitil sinn til Barcelona, féll úr keppni gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu og tapaði um helgina gegn Atletico Madrid í úrslitum spænska bikarsins. Þá hefur Mourinho verið harðlega gagnrýndur fyrir að setja fyrirliða og einn dáðasta leikmann Real á bekkinn, markvörðinn Iker Casillas. Undir stjórn Mourinho varð Real bæði spænskur meistari og bikarmeistari. Liðið vann 127 leiki af 176 undir hans stjórn eða 72% þeirra. Florentino Perez neitaði því að Real Madrid hefði þegar gengið frá munnlegu samkomulagi við nýjan þjálfara. Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG í Frakklandi, staðfesti í gær að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hefði óskað eftir því að yfirgefa félagið. Hans ósk væri að taka við Real Madrid. Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Jose Mourinho mun láta af störfum sem þjálfari Real Madrid í lok leiktíðar. Florentino Perez, forseti félagsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi sem boðað var til í Madríd í dag. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að Mourinho myndi ekki verða áfram í brúnni hjá Real þrátt fyrir að vera samningsbundinn félaginu næstu tvö árin. Portúgalinn litríki hefur verið orðaður sterklega við stjórastöðuna hjá Chelsea á Englandi. „Mourinho var ekki rekinn. Um er að ræða samkomulag okkar og hans. Nú var rétti tíminn til þess að ljúka samstarfinu," sagði Florentino Perez. Undir stjórn Mourinho vann Real engan titil á leiktíðinni ef frá er talinn sigur á Barcelona á Real í árlegu uppgjöri deildar- og bikarmeistaranna síðastliðið haust. Liðið missti Spánarmeistaratitil sinn til Barcelona, féll úr keppni gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu og tapaði um helgina gegn Atletico Madrid í úrslitum spænska bikarsins. Þá hefur Mourinho verið harðlega gagnrýndur fyrir að setja fyrirliða og einn dáðasta leikmann Real á bekkinn, markvörðinn Iker Casillas. Undir stjórn Mourinho varð Real bæði spænskur meistari og bikarmeistari. Liðið vann 127 leiki af 176 undir hans stjórn eða 72% þeirra. Florentino Perez neitaði því að Real Madrid hefði þegar gengið frá munnlegu samkomulagi við nýjan þjálfara. Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG í Frakklandi, staðfesti í gær að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hefði óskað eftir því að yfirgefa félagið. Hans ósk væri að taka við Real Madrid.
Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira