Grét yfir tíufréttunum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. maí 2013 17:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir, umhverfissinni og ritstjóri vefsíðunnar nattura.is. „Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira