Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Garðar Örn Úlfarsson og Birgir Þ. Harðarson skrifar 14. maí 2013 11:00 Tillaga að brú yfir Fossvog er á frumstigi, segir bæjarstjóri Kópavogs. Hann vill ræða lausnir við Siglingasambandið. Hér má sjá hugmynd að brúnni frá Alark ehf. Göngu- og hjólabrú yfir Fossvog mun hafa þau áhrif að starfsemi siglingafélaganna í Fossvogi leggst af, að mati Siglingasambands Íslands. Sambandið hefur komið áhyggjum sínum áleiðis til bæjarstjórnar Kópavogs og segir í opinberu bréfi til bæjarins að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði "rothögg" fyrir starfsemi félaganna. Í Fossvogi starfa tvö af öflugustu siglingafélögum landsins. Siglingafélag Reykjavíkur starfar í Nauthólsvík norðanmegin og Siglingafélagið Ýmir sunnanmegin á Kársnesi. Bæði félögin hafa þurft að aðlagast breytilegum aðstæðum í umhverfi sínu en bæði sveitarfélög hafa á undanförnum árum staðið að nokkurri uppbygginu á svæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir brúarferlið rétt að byrja og að bærinn muni ræða við fulltrúa Siglingasambandsins um hvaða möguleikar séu í stöðunni. "Ég á von á því að sá fundur verði á næstunni," sagði Ármann. Í lok febrúar var samþykkt greinargerð starfshóps á vegum Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um brú yfir Fossvog. Hugmyndin hefur síðan verið til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs og í borgarstjórn. Starfshópurinn mælti með því að brúin lægi frá vesturhluta Kársness í Kópavogi og tengdist landi handan Fossvogar við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Siglingafélögin eru hins vegar ekki par sátt með áformin enda lenda starfstöðvar félaganna við voginn innan brúarinnar. "Þessi hugmynd um göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn er inni í tillögu að nýju aðalskipulagi sem fer fljótlega í kynningu," segir Ármann. Hann segir ánægju ríkja um tillöguna. "Við höfum almennt fengið mjög góð viðbrögð við þessari tillögu um bætt hjóla- og göngutengsl milli sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs." Þrjú hundruð metra brúin tengir Reykjavík og Kópavog frá enda flugbrautarinnar og yfir á Kársnes ef tillaga Alark verður að veruleika. Brúin á að vera lágreist til að trufla ekki útsýni. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Göngu- og hjólabrú yfir Fossvog mun hafa þau áhrif að starfsemi siglingafélaganna í Fossvogi leggst af, að mati Siglingasambands Íslands. Sambandið hefur komið áhyggjum sínum áleiðis til bæjarstjórnar Kópavogs og segir í opinberu bréfi til bæjarins að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði "rothögg" fyrir starfsemi félaganna. Í Fossvogi starfa tvö af öflugustu siglingafélögum landsins. Siglingafélag Reykjavíkur starfar í Nauthólsvík norðanmegin og Siglingafélagið Ýmir sunnanmegin á Kársnesi. Bæði félögin hafa þurft að aðlagast breytilegum aðstæðum í umhverfi sínu en bæði sveitarfélög hafa á undanförnum árum staðið að nokkurri uppbygginu á svæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir brúarferlið rétt að byrja og að bærinn muni ræða við fulltrúa Siglingasambandsins um hvaða möguleikar séu í stöðunni. "Ég á von á því að sá fundur verði á næstunni," sagði Ármann. Í lok febrúar var samþykkt greinargerð starfshóps á vegum Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um brú yfir Fossvog. Hugmyndin hefur síðan verið til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs og í borgarstjórn. Starfshópurinn mælti með því að brúin lægi frá vesturhluta Kársness í Kópavogi og tengdist landi handan Fossvogar við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Siglingafélögin eru hins vegar ekki par sátt með áformin enda lenda starfstöðvar félaganna við voginn innan brúarinnar. "Þessi hugmynd um göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn er inni í tillögu að nýju aðalskipulagi sem fer fljótlega í kynningu," segir Ármann. Hann segir ánægju ríkja um tillöguna. "Við höfum almennt fengið mjög góð viðbrögð við þessari tillögu um bætt hjóla- og göngutengsl milli sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs." Þrjú hundruð metra brúin tengir Reykjavík og Kópavog frá enda flugbrautarinnar og yfir á Kársnes ef tillaga Alark verður að veruleika. Brúin á að vera lágreist til að trufla ekki útsýni.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira