Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Garðar Örn Úlfarsson og Birgir Þ. Harðarson skrifar 14. maí 2013 11:00 Tillaga að brú yfir Fossvog er á frumstigi, segir bæjarstjóri Kópavogs. Hann vill ræða lausnir við Siglingasambandið. Hér má sjá hugmynd að brúnni frá Alark ehf. Göngu- og hjólabrú yfir Fossvog mun hafa þau áhrif að starfsemi siglingafélaganna í Fossvogi leggst af, að mati Siglingasambands Íslands. Sambandið hefur komið áhyggjum sínum áleiðis til bæjarstjórnar Kópavogs og segir í opinberu bréfi til bæjarins að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði "rothögg" fyrir starfsemi félaganna. Í Fossvogi starfa tvö af öflugustu siglingafélögum landsins. Siglingafélag Reykjavíkur starfar í Nauthólsvík norðanmegin og Siglingafélagið Ýmir sunnanmegin á Kársnesi. Bæði félögin hafa þurft að aðlagast breytilegum aðstæðum í umhverfi sínu en bæði sveitarfélög hafa á undanförnum árum staðið að nokkurri uppbygginu á svæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir brúarferlið rétt að byrja og að bærinn muni ræða við fulltrúa Siglingasambandsins um hvaða möguleikar séu í stöðunni. "Ég á von á því að sá fundur verði á næstunni," sagði Ármann. Í lok febrúar var samþykkt greinargerð starfshóps á vegum Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um brú yfir Fossvog. Hugmyndin hefur síðan verið til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs og í borgarstjórn. Starfshópurinn mælti með því að brúin lægi frá vesturhluta Kársness í Kópavogi og tengdist landi handan Fossvogar við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Siglingafélögin eru hins vegar ekki par sátt með áformin enda lenda starfstöðvar félaganna við voginn innan brúarinnar. "Þessi hugmynd um göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn er inni í tillögu að nýju aðalskipulagi sem fer fljótlega í kynningu," segir Ármann. Hann segir ánægju ríkja um tillöguna. "Við höfum almennt fengið mjög góð viðbrögð við þessari tillögu um bætt hjóla- og göngutengsl milli sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs." Þrjú hundruð metra brúin tengir Reykjavík og Kópavog frá enda flugbrautarinnar og yfir á Kársnes ef tillaga Alark verður að veruleika. Brúin á að vera lágreist til að trufla ekki útsýni. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Göngu- og hjólabrú yfir Fossvog mun hafa þau áhrif að starfsemi siglingafélaganna í Fossvogi leggst af, að mati Siglingasambands Íslands. Sambandið hefur komið áhyggjum sínum áleiðis til bæjarstjórnar Kópavogs og segir í opinberu bréfi til bæjarins að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði "rothögg" fyrir starfsemi félaganna. Í Fossvogi starfa tvö af öflugustu siglingafélögum landsins. Siglingafélag Reykjavíkur starfar í Nauthólsvík norðanmegin og Siglingafélagið Ýmir sunnanmegin á Kársnesi. Bæði félögin hafa þurft að aðlagast breytilegum aðstæðum í umhverfi sínu en bæði sveitarfélög hafa á undanförnum árum staðið að nokkurri uppbygginu á svæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir brúarferlið rétt að byrja og að bærinn muni ræða við fulltrúa Siglingasambandsins um hvaða möguleikar séu í stöðunni. "Ég á von á því að sá fundur verði á næstunni," sagði Ármann. Í lok febrúar var samþykkt greinargerð starfshóps á vegum Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um brú yfir Fossvog. Hugmyndin hefur síðan verið til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs og í borgarstjórn. Starfshópurinn mælti með því að brúin lægi frá vesturhluta Kársness í Kópavogi og tengdist landi handan Fossvogar við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Siglingafélögin eru hins vegar ekki par sátt með áformin enda lenda starfstöðvar félaganna við voginn innan brúarinnar. "Þessi hugmynd um göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn er inni í tillögu að nýju aðalskipulagi sem fer fljótlega í kynningu," segir Ármann. Hann segir ánægju ríkja um tillöguna. "Við höfum almennt fengið mjög góð viðbrögð við þessari tillögu um bætt hjóla- og göngutengsl milli sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs." Þrjú hundruð metra brúin tengir Reykjavík og Kópavog frá enda flugbrautarinnar og yfir á Kársnes ef tillaga Alark verður að veruleika. Brúin á að vera lágreist til að trufla ekki útsýni.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira