Erlent

Reyna að afnema „lög um afnám ofbeldis gegn konum"

Karen Kjartansdóttir skrifar
Réttindum kvenna er ábótavant í Austurlöndum nær
Réttindum kvenna er ábótavant í Austurlöndum nær Mynd/ AP

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi formaður nefndar Sameinuðu þjóðanna -  UN Women í Afganistan, fundaði í gær með forseta afganska þingsins þegar útlit var að ,,lögum um afnám ofbeldis gegn konum" yrði hafnað.

Hamid Karzai, forseti landsins, gaf lögin út árið 2009 sem bráðabirgðalög en síðan hafa þau verið í meðferð þingnefnd. Segir Ingibjörg á ástæða fyrir því að þau hafi ekki hafi verið reynt að leggja þau fyrir þingið fyrr en nú þá að fólk óttist svo að þeim verði hafnað en það gæti gert stöðuna enn erfiðari.

Kvennanefnd þingsins ákvað þó í vikunni að láta reyna á stuðning við lögin, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar gagnrýnt Afgani fyrir að að hafa ekki enn afgreitt þau úr þingnefnd. Meðal annar skom fram hörð gagnrýni á afgönsk stjórnvöld í skýrslu sendinefndar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í desember en í henn var fjallað um bága stöðu kvenna í landinu og margvíslegt ofbeldi gegn þeim. Lögin mættu þó verulegri andstöðu í fyrradag þegar þau voru lögð fyrir þingið og var útlit fyrir að þeim yrði hafnað.

Ingibjörg ákvað því að funda með þingforsetanum og kanna hvort hann gerði sér grein fyrir því hve mikill áfellisdómur það væri ef lögunum yrði hafnað. Segir hún á síðu sinni að hún hafi átt gott samtal við þingforsetan sem henni hafi verið sagt að sé heldur íhaldssamur. Þegar verulega seig á ógæfuhliðina í þinginu í gær hafi hann tekið málið af dagskrá og sent aftur til þingnefndar. Hann sé greinilega maður orða sinna. Hurð hafi skollið nærri hælum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×