Fótbolti

Munum selja okkur dýrt í seinni leiknum

Messi og Alba ganga hér hnípnir af velli.
Messi og Alba ganga hér hnípnir af velli.
Það kom í hlut Jordi Roura, aðstoðarþjálfara Barcelona, að svara fyrir ófarir liðsins gegn Bayern München í kvöld.

"Ég verð að óska Bayern til hamingju. Þeir voru virkilega sterkir í kvöld. Þetta er líkamlega sterkt lið," sagði Roura.

"Við spiluðum ekkert sérstaklega illa í fyrri hálfleik en það var erfitt að fá á sig annað mark snemma í síðari hálfleik. Eftir það varð þetta mjög erfitt.

"Leikmenn Bayern voru að spila frábærlega á meðan það vantaði allan ferskleika í okkur. Við verðum að skoða það vel. Við nýttum ekki okkar möguleika í leiknum til þess að gera eitthvað.

"Við vitum að staðan er gríðarlega erfið en Barcelona mun selja sig dýrt í síðari leiknum. Við munum gefa allt sem við eigum í þann leik."


Tengdar fréttir

Robben: Við megum vera stoltir

Hollendingurinn Arjen Robben, leikmaður Bayern München, brosti allan hringinn eftir sigurinn ótrúlega gegn Barcelona í kvöld.

Fullkominn leikur hjá Bayern München

Þýska liðið Bayern München bauð til veislu á Allianz-vellinum í kvöld er liðið kjöldró hið stórkostlega lið Barcelona og vann ótrúlegan 4-0 sigur sem seint mun gleymast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×