Lokar ekki léninu nema að undangengnum dómsúrskurði 25. apríl 2013 14:21 Jens Pétur Jensson segist ekki loka fyrir lénið nema að undangengnum dómsúrskurði. „Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið. Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið.
Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16
Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06