Lokar ekki léninu nema að undangengnum dómsúrskurði 25. apríl 2013 14:21 Jens Pétur Jensson segist ekki loka fyrir lénið nema að undangengnum dómsúrskurði. „Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið. Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
„Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið.
Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16
Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06