Enski boltinn

Ferguson hefur fullan skilning á pirringi Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson segir að bannið sem Luis Suarez fékk megi líkja við refsinguna sem Eric Cantona fékk á sínum tíma.

Suarez, sem leikur með Liverpool, fékk í vikunni tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í leik liðanna um síðustu helgi. Suarez ákvað í gær að áfrýja banninu ekki.

Cantona fékk á sínum tíma níu mánaða bann fyrir frægt atvik sem átti sér stað árið 1995. Þá sparkaði hann í áhorfanda Crystal Palace.

„Ég verð að hugsa til baka til Cantona og segja að tíu leikja bann er ekki alveg til jafns við níu mánaða bann. Ég skil vel að Liverpool-menn skuli vera pirraðir.“

Forráðamenn Liverpool ákváðu að sekta Suarez en dæmdu hann ekki í leikbann. Það gerði United á sínum tíma en félagið setti Cantona í fjögurra leikja bann.

„Enska sambandið gerði okkur mikinn óleik á sínum tíma. Við myndum aldrei umbera slíkt í dag. Þeir sögðu við okkur að ef við myndum refsa honum þá væri það nóg fyrir þá.“

„Þannig að við settum hann í fjögurra mánaða bann og nokkrum dögum síðan ákvað sambandi að ákæra hann. Þá kom níu mánaða bann. Mér finnst lengdin á því banni algjörlega ótrúleg, enn þann dag í dag.“




Tengdar fréttir

Refsing Suarez of þung

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að tíu leikja bann sé allt of þung refsing fyrir Luis Suarez.

Suarez þarf á hjálp að halda

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool og liðsfélagi Luis Suarez, segir að sá síðarnefndi þurfi fyrst og fremst á hjálp að halda.

Skil vel ef Suarez vill hætta

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að hann myndi hafa fullan skilning á því ef Luis Suarez myndi vilja yfirgefa enska boltann nú í sumar.

Suarez dæmdur í tíu leikja bann

Framherji Liverpool, Luis Suarez, var í dag dæmdur í tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í leik liðanna um síðustu helgi.

Suarez farinn í sumarfrí

Tíu leikja bann Luis Suarez stendur. Hann ákvað að sleppa því að áfrýja. Aganefndin segir að Suarez átti sig ekki á alvarleika brotsins sem hann framdi.

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.

Suarez biðst afsökunar á bitinu

Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag.

Óafsakanleg hegðun hjá Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Suarez áfrýjaði ekki banninu

Luis Suarez mun taka út tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, en enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að Suarez hefði ekki áfrýjað leikbanni sínu.

Ayre: Suarez verður áfram

Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að þrátt fyrir atvik gærdagsins muni Luis Suarez verða áfram í herbúðum félagsins.

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.

Liverpool sektaði Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur staðfest að hann hafi fengið sekt frá félaginu fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea. Sektarupphæðin er ótilgreind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×